SKYNDIHJÁLP
Þann 28. ágúst verður haldið skyndihjálparnámskeið fyrir verkstjórnendur og aðstoðarfólk í samvinnu við Rauða Kross Íslands.
Skyndihjálp er mikilvægt að þekkja, á þessu námskeiði verður farið yfir endurlífgun, fjögur skref skyndihjálpar og önnur grunnatriði. Áhersla er lögð á að kenna viðfangsefni námskeiðsins með það í huga að sá sem fær og veitir aðstoð sé fötluð manneskja og noti eftir atvikum hjálpartæki, t.d. hjólastól.
Námskeiðið er frítt fyrir félagsfólk og aðstoðarfólk NPA miðstöðvarinnar, en kostar 15.000kr fyrir aðra.
Skráning og nánari upplýsingar hér
ATH að námskeiðið verður einnig haldið á ensku þann 26.ágúst, sjá hér.