Skip to Content

Skyndihjálp

Bæta við á dagatal:
NPA miðstöðin og Rauði krossinn kynna:

Skyndihjálp er mikilvægt að þekkja, á þessu námskeiði er lögð áhersla á að kenna skyndihjálp fyrir fatlað fólk og með fötluðu fólki. 


HVENÆR? Fimmtudagur 28. ágúst 2025 kl. 11:00-15:00. 

HVAR? NPA miðstöðin, Urðarhvarf 8, inngangur A, 2. hæð.

Þáttakendur fá skírteini til staðfestingar að hafa lokið skyndihjálparnámskeiði hjá Rauða krossinum sem gildir í tvö ár.


SKRÁNING: Hér til hliðar undir skráning


Viðfangsefni 

Fjögur skref skyndihjálpar

1. Tryggja öryggi á vettvangi.

2. Meta ástand slasaðra eða sjúkra.

3. Sækja hjálp. 

4. Veita skyndihjálp.

 Grunnendurlífgun og sjálfvirkt hjartastuð 

•  Að athuga viðbrögð.

•  Að opna öndunarveg.

•  Að athuga öndun.

•  Hjartahnoð og blástursaðferð.

•  Sjálfvirkt hjartastuð (AED).

•  Endurlífgunarkeðjan.

•  Hliðarlega og losun aðskota­hlutar úr öndunarvegi.

Skyndihjálp

•  Stutt umfjöllun um innvortis- og útvortis blæðingar. 

•  Bruni. •  Höfuðhögg. 

•  Brjóstverkur (hjartaáfall). 

•  Bráðaofnæmi. 

•  Heilablóðfall.   


Farið verður yfir viðfangsefni námskeiðsins með það í huga að sá sem fær aðstoð sé fötluð manneskja og noti eftir atvikum ­hjálpartæki, t.d. hjólastól.


Markmið námskeiðs

Að þátttakendur öðlist grunnfærni í að beita skyndihjálp og endurlífgun í neyðartilvikum.


Nánari upplýsingar

Kostnaður: Frítt fyrir ­félagsfólk og aðstoðarfólk NPA miðstöðvarinnar. 

Fyrir aðra: 15.000 kr. fyrir námskeið í skyndihjálp, 


Aðgengi: Fullt aðgengi.

Veitingar: Léttar veitingar í hléi.

English speaking: The course is in Ice­landic but will be offered in English on the 26th of August 2025. Please register HERE 


Fyrirspurnir sendist til npa@npa.is