Fréttir

Aðalfundur, nýkjörin stjórn og verkefni nýliðins starfsárs

Aðalfundur NPA miðstöðvarinnar var haldinn þann 28. maí síðastliðinn.

Formaður NPA miðstöðvarinnar
Rúnar Björn Herrera Þorkelsson var kosinn formaður NPA miðstöðvarinnar.

Stjórn NPA miðstöðvarinnar
Eftirfarandi félagsfólk var kosið í stjórn NPA miðstöðvarinnar og hefur síðan þá haldið sinn fyrsta stjórnarafund og skipt með sér verkum sem hér segir:
Hallgrímur Eymundsson, gjaldkeri
Ágústa Arna Sigurdórsdóttir, meðstjórnandi
Salóme Mist Kristjánsdóttir, meðstjórnandi
Þorbera Fjölnisdóttir, meðstjórnandi

Lesa >>


NPA grunnnámskeið 6: Skyndihjálp og hugarflug

2021-2022_NPAnamskeid6.jpg

14. apríl 2022

SKRÁNING Smellið á þennan hlekk.
Hægt er að skrá sig á námskeið 6, á alla námskeiðsröðina og á biðlista eftir rafrænni námskeiðsröð, í hlekknum hér fyrir ofan.
Registration for a waitlist for a course in English in the link above.

SÍÐASTI SKRÁNINGARDAGUR 24. apríl 2022.

NPA NÁMSKEIÐ 6:
SKYNDIHJÁLP OG HUGARFLUG
Á námskeiði 6 er einn hópur fyrir alla þátttakendur.

NPA VERKSTJÓRNENDUR HVATTIR TIL AÐ MÆTA
NPA verkstjórnendur, aðstoðarverkstjórnendur og foreldrar eru hvattir til að sækja námskeiðið, ekki síður en aðstoðarfólk. Það er mikilvægt fyrir verkstjórnendur að þekkja fyrstu skref skyndihjálpar og geta leiðbeint nýju aðstoðarfólki eftir því sem hægt er um skyndihjálp og rétt viðbrögð.

Hvenær? Miðvikudagur 27. apríl 2022 kl. 13:00-16:00
Sjálfstæð námskeið Námskeiðin þarf ekki að taka í réttri röð. Hvert námskeið er sjálfstætt framhald af því sem var á undan.
Fyrir hverja? Námskeiðið er öllum opið en félagsfólk og aðstoðarfólk NPA mið­stöðvarinnar nýtur forgangs. Takmörkuð sæti í boði.
Hvar? Námskeiðið verður haldið á skrifstofu NPA miðstöðvarinnar að Urðarhvarfi 8.

Fyrir nánari upplýsingar, smellið á Lesa.

Lesa >>


NPA grunnnámskeið 5: Líkamsbeiting, vinnutækni og notkun hjálpartækja

2021-2022_NPAnamskeid5_lr.jpg

21. mars 2022

SKRÁNING Smellið á þennan hlekk.
Hægt er að skrá sig á námskeið 5, á alla námskeiðsröðina og á biðlista eftir rafrænni námskeiðsröð, í hlekknum hér fyrir ofan.
Registration for a waitlist for a course in English in the link above.

SÍÐASTI SKRÁNINGARDAGUR 3. apríl 2022

NPA NÁMSKEIÐ 5:
LÍKAMSBEITING, VINNUTÆKNI OG NOTKUN HJÁLPARTÆKJA
Á námskeiði 5 er einn hópur fyrir alla þátttakendur.

NPA verkstjórnendur, aðstoðarverkstjórnendur og foreldrar eru hvattir til að sækja námskeiðið, ekki síður en aðstoðarfólk. Það er mikilvægt fyrir verkstjórnendur og í mörgum tilvikum aðstoðarverkstjórnendur og foreldra, að geta leiðbeint nýju aðstoðarfólki um rétta líkamsbeitingu og notkun hjálpartækja, til að stuðla að vellíðan aðstoðarfólks í starfi og bættri aðstoð fyrir verkstjórnendur.

Hvenær? Miðvikudagur 6. apríl 2022 kl. 13:00-16:00
Sjálfstæð námskeið Námskeiðin þarf ekki að taka í réttri röð. Hvert námskeið er sjálfstætt framhald af því sem var á undan.
Fyrir hverja? Námskeiðið er öllum opið en félagsfólk og aðstoðarfólk NPA mið­stöðvarinnar nýtur forgangs. Takmörkuð sæti í boði.
Hvar? Námskeiðið verður haldið á skrifstofu NPA miðstöðvarinnar að Urðarhvarfi 8 og er fyrsta staðbundna námskeiðið eftir að COVID-19 takmörkunum var aflétt. 

Fyrir nánari upplýsingar, smellið á Lesa.

Lesa >>


NPA grunnnámskeið 4: Hvaða áhrif hafa lög og reglugerðir á líf mitt? En NPA kjarasamningar?

 2021-2022_NPAnamskeid4.jpg23. febrúar 2022

SKRÁNING Smellið á þennan hlekk.
Hægt er að skrá sig á námskeið 4, á alla námskeiðsröðina og á biðlista eftir rafrænni námskeiðsröð, í hlekknum hér fyrir ofan.
Registration for a waitlist for a course in English in the link above.

SÍÐASTI SKRÁNINGARDAGUR 6. mars 2022

NPA NÁMSKEIÐ 4:
HVAÐA ÁHRIF HAFA LÖG OG REGLUGERÐIR Á LÍF MITT? EN NPA KJARASAMNINGAR?
Á námskeiði 4 er einn hópur fyrir alla þátttakendur.

Hvenær? Miðvikudagur 9. mars 2022 kl. 13:00-16:00
Sjálfstæð námskeið Námskeiðin þarf ekki að taka í réttri röð. Hvert námskeið er sjálfstætt framhald af því sem var á undan.
Fyrir hverja? Námskeiðið er öllum opið en félagsfólk og aðstoðarfólk NPA mið­stöðvarinnar nýtur forgangs. Takmörkuð sæti í boði.
Námskeiðið verður rafrænt sökum fjölda COVID-19 smita í samfélaginu.

Fyrir nánari upplýsingar, smellið á Lesa.

Lesa >>


Nýr kjarasamningur tók gildi 1. janúar 2022

Nýir kjarasamningar á milli NPA miðstöðvarinnar og Eflingar voru samþykktir í janúar og tóku gildi frá 1. janúar síðastliðnum. Helstu breytingar eru t.d. þær að laun NPA aðstoðarfólks hækkuðu 1. janúar um 25.000 kr. og er sú hækkun sú sama og á almenna vinnumarkaðnum. Einnig má nefna að nýtt launaþrep bætist við launatöfluna og að hlutverk aðstoðarverkjstórnenda er launsett.

Nýr sérkjarasamningur tekur einnig gildi 1. maí næstkomandi. Stærsta breytingin 1. maí er stytting vinnuvikunnar. Með styttingu vinnuvikunnar er verið að færa vinnutíma NPA aðstoðarfólks nær því sem gengur og gerist í sambærilegum störfum hjá sveitarfélögum. Þann 1. maí nk. styttist vinnuvika aðstoðarfólks úr 40 vinnustundum á viku niður í 36 vinnustundir á viku, eða mánuðurinn úr 172 tímum niður í 156 tíma. Aðrar breytingar sem taka gildi 1. maí eru m.a. þær að álagsþrepum fjölgar og verða svipuð þeim sem gilda hjá sveitarfélögum og að hægt verður að setja eyður á vaktir svo vaktir þurfa ekki að vera í samfelldri heild.

Fyrir þau sem vilja glöggva sig betur á samningunum þá fylgja þeir hér með.

202201_-_Kjarasamningur_NPA_mistvarinnar_vi_Eflingu_fyrir_NPA_astoarflk.pdf

202201_-_Kjarasamningur_NPA_mistvarinnar_vi_Eflingu_fyrir_NPA_astoarflk.pdf

Lesa >>

 

Fréttasafn