Góðar fréttir frá Reykjavíkurborg

Góðar fréttir frá Reykjavíkurborg

Fulltrúar NPA miðstöðvarinnar sátu fund í dag með starfsfólki Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar þar sem þær gleðifréttir komu fram að búið er að ákveða að hækka jafnaðartaxta NPA samninga hjá Reykjavíkurborg vegna kjarasamningshækkana aðstoðarfólks. Jafnframt hefur verið ákveðið að taka upp þrjá mismunandi taxta sem koma betur til móts við raunverulegar þarfir notenda þjónustunnar. Þessar breytingar munu gilda afturvirkt frá 1. apríl s.l. og koma líklega til framkvæmda 1. september n.k.

Einnig hefur verið ákveðið hjá Reykjavíkurborg að úthluta fimm nýjum NPA samningum og auka verulega við fjármagnið í tveimur til viðbótar. Við óskum nýjum notendum til hamingju og samgleðjumst þeim.


Rúnar Björn Herrera Þorkelsson
Formaður NPA miðstöðvarinnar

Lesa >>


Fátt um svör frá sveitarfélögunum – munu sveitarfélög bregðast skyldum sínum?

Fátt um svör frá sveitarfélögunum – munu sveitarfélög bregðast skyldum sínum?

Þann 21 júní síðastliðinn sendi NPA miðstöðin frá sér erindi til allra þeirra sveitarfélaga sem að miðstöðin er í samstarfi við ásamt því að birta það opinberlega. Í því erindi var þess krafist að framlög til NPA samninga yrðu hækkuð eða endurreiknuð í til samræmis við ákvæði kjarasamninga aðstoðarfólks, en nýverið var gengið frá hækkunum á kjarasamningum NPA aðstoðarfólks í takt við hækkun á almennum vinnumarkaði. Samkvæmt lögum og reglugerðum sem gilda um NPA, ber sveitarfélögum skylda til þess að uppfæra NPA samninga í takt við gildandi kjarasamninga.

Því miður hefur lítið borið á svörum frá sveitarfélögum, enn sem komið er. Við bindum þó vonir við að öll sveitarfélög gangi frá þessum hækkunum án frekari tafa, annars má búast við því að notendur þurfi að leita réttar síns.

Allar frekari tafir á leiðréttingum NPA samninga setja notendur NPA í mjög erfiða stöðu. Þessi óvissa veldur andlegri streitu ásamt því að það getur beinlínis verið hættulegt að fólk sem þarf mikla aðstoð við allar athafnir daglegs lífs verði að vera án aðstoðar þar sem það hefur ekki fjármagn til að greiða aðstoðarfólki sínu kjarasamningsbundin laun.

Rúnar Björn Herrera Þorkelsson
Formaður NPA miðstöðvarinnar

Lesa >>


Nýjar launatöflur fyrir NPA aðstoðarfólk taka gildi

Samkomulag hefur náðst milli NPA miðstöðvarinnar og Eflingar/SGS um nýjar launatöflur fyrir NPA aðstoðarfólk sem kveða á um sömu hækkanir og gilda á almennum vinnumarkaði. Frekari vinna við útfærslu annarra þátta í sérkjarasamningnum bíður til haustins, en um þá þætti er enn farið skv. eldri sérkjarasamningi.

NPA miðstöðin sendi nú í morgun bréf til sveitarfélaga þar sem þeim er tilkynnt um hækkunina ásamt kröfu um að framlög til NPA samninga verði hækkuð til samræmis við nýjar launatöflur aðstoðarfólks, afturvirkt frá 1. apríl sl. Með bréfinu fylgdi afrit af samningi NPA miðstöðvarinnar og Eflingar ásamt útreikningi miðstöðvarinnar á nýjum jafnaðartaxta sem byggir á uppfærðum launatöflum ásamt forsendum.

Lesa >>


Kröfubréf NPA miðstöðvarinnar til sveitarfélaga

NPA miðstöðin sendi nú fyrir skemmstu bréf til félagsmálastjóra hjá flestum sveitarfélögum landsins þar sem þess er krafist að sveitarfélög tileinki sér og aðlagi framkvæmd sína á NPA að ákvæðum laga nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og ákvæðum reglugerðar nr. 1250/2018 um notendastýrða persónulega aðstoð. Með bréfinu fylgdi minnisblað NPA miðstöðvarinnar um útreikning NPA jafnaðarstundar út frá kjarasamningi NPA aðstoðarfólks.

Lesa >>


NPA miðstöðin rekur á eftir sveitarfélögum að fara eftir reglugerð um NPA

NPA miðstöðin rekur á eftir sveitarfélögum að fara eftir reglugerð um NPA

Frá upphafi innleiðingar notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar (NPA) hafa framlög sveitarfélaga til NPA samninga grundvallast á svonefndum jafnaðartaxta, sem hefur átt að endurspegla heildarkostnað við hverja klukkustund að meðaltali fyrir þjónustu samkvæmt NPA samningnum. Til að byrja með gaf verkefnisstjórn um NPA út þennan jafnaðartaxta, en undir lok árs 2015 tilkynnti verkefnisstjórnin að hún myndi hætta að gefa taxtann út og beindi þeim fyrirmælum til sveitarfélaga að miða greiðslur við ákvæði kjarasamninga.

Síðan verkefnisstjórnin hætti að gefa jafnaðartaxtann út hafa sveitarfélög reiknað út sína eigin taxta. Þróunin hefur svo orðið sú að um mitt síðasta ár var ekkert sveitarfélag á landinu, sem NPA miðstöðin hefur verið í samstarfi við, að notast við sama taxtann og í mörgum tilfellum hefur verið umtalsverður munur. Jafnaðartaxtar sveitarfélaga áttu það þó allir sameiginlegt að standa ekki undir kjarasamningsbundnum greiðslum til NPA aðstoðarfólks í blandaðri vaktavinnu.

Lesa >>

 

Fréttasafn