Skip to Content

Fæðingarorlof - Parental leave

Umsóknarferlið

  1. Aðstoðarfólk tilkynnir vinnuveitanda um fyrirhugaða tilhögun fæðingarorlofs með því að fylla út formið neðst á síðunni.
  2. Aðstoðarfólk sækir sjálft um fæðingarorlof hjá Vinnumálastofnun.  https://island.is/umsokn-um-faedingarorlof
  3. Vinnumálastofnun fer yfir umsóknina og leitar staðfestingar á tímasetningum hjá vinnuveitanda.

Réttindi og skyldur tengd fæðingarorlofi

  • Tilkynna þarf fyrirhugað fæðingarorlof með að minnsta kosti átta vikna fyrirvara.
  • Aðstoðarfólk ber sjálft ábyrgð á að sækja um fæðingarorlof og tilkynna vinnuveitanda.
  • Vinnuveitandi staðfestir tilhögun fæðingarorlofs við Vinnumálastofnun.
  • Aðstoðarfólk á alltaf rétt á að taka fæðingarorlof í einu lagi.
  • Skipting fæðingarorlofs í fleiri en eitt tímabil eða samhliða minnkuðu starfshlutfalli krefst samþykkis vinnuveitanda.

Mikilvægar ábendingar

  • Tilkynning til verkstjórnanda og NPA miðstöðvarinnar ætti að berast með góðum fyrirvara svo hægt sé að skipuleggja afleysingar og vaktir.
  • Mælt er með að tilkynningin berist skriflega með forminu hér að neðan til að koma í veg fyrir misskilning síðar.

​​

Vinsamlegast fylltu út formið neðst á síðunni til að tilkynna fyrirhugaða tilhögun fæðingarorlofs:


The application process.

  1. Assistants notify the employer about the intended arrangement of parental leave by filling out the form at the bottom of the page.
  2. Assistants must apply for parental leave themselves at the Directorate of Labour (Vinnumálastofnun).  https://island.is/en/apply-for-maternity-and-paternity-leave
  3. The Directorate of Labour reviews the application and seeks confirmation of the timing from the employer.

Rights and obligations related to parental leave

  • Parental leave must be notified with at least eight weeks’ notice.
  • Assistants themselves are responsible for applying for parental leave and notifying the employer.
  • The employer confirms the arrangement of parental leave to the Directorate of Labour.
  • Assistants always have the right to take parental leave in one continuous period.
  • Splitting parental leave into more than one period or combining it with reduced employment requires the employer’s approval.

Important notes

  • Notification to the work leader (verkstjórnandi) and NPA miðstöðin should be given well in advance so that replacements and shifts can be arranged.
  • For clarity, please submit your notification in writing using the form provided below.

​​

Please fill out the following form below to notify the intended arrangement of your parental leave:



Hjá hverjum vinnur þú? Who do you work for?
Dæmi: „Ég fer í fæðingarorlof frá og með 1. janúar 2026 til og með 30. apríl 2026.“ 
Example: "I'll be going on maternity/paternity leave on January 1st. 2026 until April 30th. 2026."