Launakjör aðstoðarfólks
Starfsfólk hjá NPA miðstöðinni vinnur vaktavinnu og fær laun samkvæmt kjarasamningi NPA miðstöðvarinnar við Eflingu og SGS.
Fullt starf hjá NPA aðstoðarfólki miðast við 36 klukkustunda vinnuviku með styttingu vinnuvikunnar.
Mánaðarleg laun aðstoðarfólks eru háð starfshlutfalli, starfsreynslu og vaktaálagi.
Ofan á grunnlaun er alltaf greitt álag vegna viðveruskyldu sem kallast persónulegur tími og vetrarorlof (vegna vinnuskyldu á rauðum dögum).
Að auki fær aðstoðarfólk greitt álag ofan á grunnlaun fyrir vinnu á kvöld-, nætur- og helgarvöktum.

✽ Forsendur: Ný aðstoðarmanneskja 22 ára eða eldri með 1 árs starfsreynslu metna vegna aldurs.
Grunnlaun í dagvinnu
3.296kr
Álag á tímakaup
Kvöld álag = 33%
Kvöld álag (Föstudaga) = 55%
Helgarálag = 55%
Næturálag (virka daga) = 65%
Næturálag (helgar) = 75%
Persónulegur tími
Álag á hverja klukkustund vegna viðveruskyldu.
Vetrarorlof
Álag á hverja klukkustund vegna vinnuskyldu á rauðum dögum.
Álag á helgidögum
Vinna á skírdag, annan í páskum, sumardaginn fyrsta, 1. maí, uppstigningardag, annan í hvítasunnu, fyrsta mánudag í ágúst og annan jóladag greiðist með 55% álagi kl. 08:00 - 24:00 og 75,00% álagi kl. 00:00 -08:00.
Álag á stórhátíðardögum
Vinna á nýársdag, föstudaginn langa, páskadag, hvítasunnudag, 17. júní, aðfangadag eftir kl. 12:00, jóladag og gamlársdag eftir kl. 12:00 greiðist með 120% álagi, þó þannig að frá kl. 16:00 - 24:00 á aðfangadag og gamlársdag og kl. 00:00 – 08:00 á jóladag og nýársdag er 165,00% álag.
Tímakaup með álagi.
Í töflunni hér fyrir neðan má sjá heildartímakaup með öllu álagi.
* Forsendur:
Ný aðstoðarmanneskja
22 ára eða eldri með 1 árs starfsreynslu metna vegna aldurs.
Tímakaup með álagi, persónulegum tíma og vetrarorlofi.
10,17% orlof greiðist aukalega inn á orlofsreikning.