Aðalfundur NPA miðstöðvarinnar fór fram í húsnæði miðstöðvarinnar að Urðarhvarfi 8 laugardaginn 31. maí síðastliðinn.
Alls mættu 24 eigendur í NPA miðstöðinni á aðalfundinn, Einnig voru nokkur í hópi starfsfólks á fundinum.
Þessi voru kosin í stjórn NPA miðstöðvarinnar:
Rúnar Björn Þorkelsson Herrera, formaður, til tveggja ára
Meðstjórnendur:
Hallgrímur Eymundsson, til tveggja ára.
Margrét Sigríður Guðmundsdóttir, til eins árs.
Þorbera Fjölnisdóttir, til tveggja ára.
Salóme Mist Kristinsdóttir, til eins árs.
Varamenn:
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, 1. varamaður.
Margrét Lilja Arnheiðardóttir, 2. varamaður.
Halldóra Sigríður Bjarnadóttir, 3. varamaður.
Hér er hægt að lesa ársskýrslu NPA miðstöðvarinnar fyrir starfsárið 2024-2025.