Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SSRFF) sem lögfestur var 12. nóvember síðast liðinn eins og eflaust hefur ekki farið framhjá neinum.
Samingurinn var undirritaður árið 2007 og fullgiltur árið 2016 og lögfesting hans eru mikilvæg tímamót í réttindabaráttu fatlaðs fólks á Ísland. Því ber að fagna!
Nú þegar samningurinn hefur verið lögfestur er hægt að beita samningnum sem fullgildri réttarheimild fyrir dómstólum og öðrum úrksurðaraðilum,
Til lengri tíma litið gæti samningurinn haft mikla þýðingu fyrir fatlað fólk þar sem hann snýst um mannréttindi fatlað fólk í víðu samhengi og og gæti því haft víðtæk áhrif, t.d. á vinnu- og skólamál fatlaðs fólks, fjölskyldulíf þeirra, aðgengi og margt fleira.
Á þessum tímamótum hvílir skylda á stjórnsýslunni um að útbúa framkvæmdaáætlun um hvernig skuli innleiða samninginn og vinna að nauðsynlegum kerfisbreytingum og gera t.d. áætlanir um hvernig skuli vinna að afstofnanavæðingu á Íslandi.