Skip to Content

Launahækkanir til aðstoðarfólks

22. janúar 2026 by
Launahækkanir til aðstoðarfólks
Ágústa Arna Sigurdórsdóttir

Kjarasamningsbundin hækkun launataxta til aðstoðarfólks tók gildi þann 1. janúar síðastliðinn. Hækkunin er 5,25% og er í samræmi við undirritaðan kjarasamning sem NPA miðstöðin hefur gert við stéttarfélögin Eflingu og Starfsgreinasambandið. Hækkunin er í samræmi við hækkun almennra kjarasamninga.  

Vegna þessarar hækkunar reiknaði NPA miðstöðin út nýja jafnaðartexta fyrir NPA samninga fyrir árið 2026 og sendi sveitarfélögunum í október síðastliðnum. Í útreikningunum að þessu sinni er í fyrsta sinn tekið tillit til veikindaálags NPA aðstoðarfólks. NPA miðstöðin væntir þess að sveitarfélögin bregðist fljótt og vel við og uppfæri framlög sín til NPA samninga í samræmi við hina nýju taxta sem allra fyrst. 

Aðstoðarfólk NPA miðstöðvarinna fær greidd laun í samræmi við framangreindar hækkanir nú í lok janúar.