Skip to Content

Jafnaðartaxtar NPA samninga 2025

27. desember 2024 by
Jafnaðartaxtar NPA samninga 2025
NPA miðstöðin svf, Andri Valgeirsson

Jafnaðartaxtar NPA samninga, 1. janúar 2025 til 31. desember 2025

Grænn taxti: 8.836 kr. jafnaðartaxti sólarhringssamninga. 

Appelsínugulur taxti:  7.886 kr. jafnaðartaxti sólarhringssamninga með hvíldarvöktum.

Blár taxti:  8.117 kr. jafnaðartaxti NPA samninga án næturvakta.

Rauður taxti: 10.286 kr. taxti vegna aðstoðarverkstjórnar.

 

NPA miðstöðin hefur á undanförnum árum reiknað út jafnaðartaxta NPA samninga fyrir sveitarfélög út frá gildandi launatöflum NPA aðstoðarfólks hverju sinni. Jafnaðartaxtinn er reiknaður út frá kjarasamningi NPA aðstoðarfólks og þeim opinberu gjöldum sem leggjast á laungreiðendur hverju sinni. Reiknaður er launakostnaður fyrir allar klukkustundir á tímabilinu 1. janúar til 31. desember 2025. Í útreikningunum er miðað við hvernig viku- og helgidagar falla á því tímabili.

NPA miðstöðin birtir nú í fyrsta sinn útreiknaðan jafnaðartaxta vegna aðstoðarverkstjórnar. Fram til þessa hafa sveitarfélög miðað framlög sín vegna aðstoðarverkstjórnar við sama jafnaðartaxta og NPA samningurinn sjálfur, þ.e. launakostnað aðstoðarfólks, en laun aðstoðarverkstjórnenda eru skv. kjarasamningi með 55% álag ofan á laun aðstoðarfólks. Því er nauðsynlegt gefa út sérstakt taxtaviðmið vegna aðstoðarverkstjórnar í NPA.

Framlög til starfsmannakostnaðar (5%) og umsýslu (10%) eru svo afreiknuð sem hlutföll af heildarframlagi vegna launa, sbr. reglugerð. Auk þess er tekið tillit til orlofs og annarra kjarasamningsbundinna þátta o.fl.

Myndlýsing: Á myndinni má sjá fjóra kassa í mismunandi litum á hvítum grunni með fyrirsögninni Jafnaðartaxtar NPA samninga fyrir ofan kassana. Efst til vinstri er grænn kassi og í honum stendur í hvítu letri hver jafnaðartaxti sólarhringssamninga er. Við hliðina á honum er appelsínugulur kassi þar sem jafnaðartaxti sólarhringssamninga með hvíldarvöktum er tilgreindur. Fyrir neðan þann græna er blár kassi sem inniheldur jafnaðartaxta samninga án næturvakta og við hliðina á honum er kassi í rauðum lit sem inniheldur taxta vegna aðstoðarverkstjórnar.