Skip to Content

Hátíðarálag og skipulag vakta yfir hátíðir

25. nóvember 2025 by
Hátíðarálag og skipulag vakta yfir hátíðir
Ágústa Arna Sigurdórsdóttir

Nú þegar líður að jólum er rétt að fara að huga að skipulagi vakta um jól og áramót. Mikilvægt er að hafa nokkur atriði í huga.  

  • Drög að vaktaplani þurfa að vera tilbúin fjórum vikum fyrir gildistíma vaktaplans, samkvæmt kjarasamningi. 
  • Aðstoðarfólk hefur viku til að koma með athugasemdir. 
  • Endanlegt vaktaplan þarf að vera tilbúið tveimur vikum fyrir gildistíma vaktaplans, samkvæmt kjarasamningi. 

Þegar vaktir í kringum hátíðir eru skipulagðar er gott að hafa nokkur atriði í huga:  

  • Gott er að leita til aðstoðarfólks eftir upplýsingum um þeirra séróskir varðandi frí en passa jafnframt að láta það vita að hugsanlega verði ekki hægt að koma til móts við óskir alls aðstoðarfólks. 
  • Aðstæður aðstoðarfólks geta verið mismunandi og gott er að taka tillit til þess. Sum geta til dæmis verið einhleypir foreldrar og eiga því erfitt með að vinna á hátíðisdögum, önnur vilja ólm vinna til að fá auka álagsgreiðslur sem fylgja hátíðisdögum. Mikilvægt er að allur hópurinn sé sáttur við vaktaplanið. Það er ekki sanngjarnt ef sami aðili fær allar vaktir á miklu álagi nema ef sátt er um það í þínu aðstoðarteymi. 
  • Aðstoðarfólki ber að vinna á skipulögðum vöktum hvort sem um er að ræða venjulega daga eða hátíðisdaga. Það er í forgangi að þú hafir þá aðstoð sem þú þarft. 

Vaktaálag um jól og áramót 

24. desember, aðfangadagur 

Ekkert álag: 00:00-12:00

120% álag: Kl. 12:00-16:00  

165% álag: Kl.16:00-23:59 

25. desember, jóladagur 

165% álag: Kl. 00:00-08:00  

120% álag: Kl. 08:00-24:00 

26. desember, annar í jólum 

75% álag: Kl. 00:00-08:00  

55% álag: Kl. 08:00-24:00 

31. desember, gamlársdagur 

Ekkert álag: 00:00-12:00

120% álag: Kl. 12:00-16:00  

165% álag: Kl.16:00-23:59 

1. janúar 2026, nýársdagur 

165% álag: Kl. 00:00-08:00  

120% álag: Kl. 08:00-24:00