Skip to Content

Líkamsbeiting og hjálpartæki

Bæta við á dagatal:

NPA Námskeið: Líkamsbeiting og hjálpartæki

 

HVENÆR
: Mánudagur 3.nóvember 2025, kl. 13:00-16:00.

HVAR? NPA miðstöðin, Urðarhvarf 8, inngangur A, 2. hæð.

SKRÁNING: Hér til hægri


SÍÐASTI SKRÁNINGARDAGUR: 1.nóvember 2025

Takmarkað pláss - skráðu þig áður en plássin fyllast!


VIÐFANGSEFNI

- Helstu atriði er varða ­stoðkerfi líkamans, uppbyggingu ­hryggjar og líkamsstöðu.

- Helstu áhættuþættir fyrir ­álagseinkennum við vinnu.

- Vinnustöður og líkamsbeiting.

- Hvað er æskilegt, hvað ekki og af hverju?

- Notkun helstu hjálpartækja.

- Ólíkar þarfir fyrir mismunandi ­hjálpartæki skoðuð og hvernig skuli sækja um hjálpartæki.

- Samvinna og áhrif vinnuanda í ­vinnusambandi verk­­stjórnenda og aðstoðarfólks.

- Kennslan verður brotin upp með ­umræðum um dagleg verkefni þátttakenda eftir ­þörfum.

MARKMIÐ NÁMSKEIÐS

- Að þátttakendur öðlist innsýn í hvernig stoðkerfi líkamans virkar.

- Að þátttakendur fái skilning á mikilvægi æskilegrar ­líkams­beitingar.

- Að þátttakendur geti tileinkað sér og leiðbeint öðrum um ­vinnustöður sem taldar eru æskilegar.

- Að þátttakendur öðlist innsýn í hvernig mismunandi hjálpartæki henta ólíkum einstaklingum og/eða aðstæðum og þekki umsóknarferli um hjálpartæki.


LEIÐBEINENDUR

- Guðrún Jóhanna Hallgrímsdóttir, iðjuþjálfi og faghandleiðari frá Heimastyrkur.

- Erna Eiríksdóttir, Fræðslustýra NPA miðstöðvarinnar

FYRIR HVERJA? Námskeiðið er öllum opið en félagsfólk og aðstoðarfólk NPA mið­stöðvarinnar nýtur forgangs. Takmörkuð sæti í boði.

VERKSTJÓRNENDUR ERU HVATTIR TIL AÐ SÆKJA NÁMSKEIÐIÐ, EKKI SÍÐUR EN AÐSTOÐARFÓLK.

Það er mikilvægt fyrir verkstjórnendur að geta leiðbeint nýju aðstoðarfólki um rétta líkamsbeitingu og notkun hjálpartækja, til að stuðla að vellíðan aðstoðarfólks í starfi og bættri aðstoð fyrir sig.


FYRIRKOMULAG NÁMSKEIÐSHLUTA OG SKIPTING Í HÓPA

Á námskeiðinu verður einn hópur fyrir alla þátttakendur.

NÁNARI UPPLÝSINGAR

NPA grunnnámskeið NPA miðstöðvarinnar veita alhliða þekkingu og góða innsýn í NPA. Námskeiðin eru þróuð undir handleiðslu og út frá forsendum NPA notenda. Ekkert um okkur án okkar!

Fyrir hverja? Námskeiðið er öllum opið en félagsfólk og aðstoðarfólk NPA mið­stöðvarinnar nýtur forgangs. Takmörkuð sæti í boði.

Stök námskeið: Námskeið NPA miðstöðvarinn­ar þarf ekki að taka í neinni ákveðnri röð. Hvert námskeið er sjálfstætt framhald af því sem var á ­undan.

KOSTNAÐUR: Frítt fyrir félagsfólk og aðstoðarfólk NPA miðstöðvarinnar. Fyrir aðra: 2.000kr fyrir eitt námskeið en 15.000kr fyrir námskeið í skyndihjálp.

AÐGENGI: Fullt aðgengi.

VEITINGAR. Léttar veitingar í hléi.

ENGLISH: The course is in Icelandic but will be offered in English 04.11.2025!


FYRIRSPURNIR sendist til npa@npa.is