NPA miðstöðin er stolt af því að bjóða upp á opið hús fyrir félagsfólk sitt og önnur áhugasöm miðvikudaginn 10 apríl klukkan 17:30 - 19:00 að Urðarhvarfi 8. Boðið verður upp á kynningu á velferðartækni og nýsköpun en Guðrún Jóhanna Hallgrímsdóttir, iðjuþjálfari hjá Heimastyrk, mun sjá um kynninguna þar sem hún mun fjalla  um:

  • hvernig má nýta velferðartækni og nýsköpun til að auka öryggi
  • skapa aðgengi og efla sjálfstæði við iðju hversdagsins

Markmiðið með kynningunni er að:

  • auka þekkingu á hvernig hægt er að nýta tæknina við að einfalda daglegt  líf með orkusparandi vinnuaðferðum
  • Rætt verður um stefnur stjórnvalda tengt nýsköpun og tækni innan velferðar- og heilbrigðisþjónustu

VEITINGAR: léttar veitingar verða í boði. Vinsamlega látið okkur vita um öll ofnæmi eða önnur óþol. 

AÐGENGI: Fullt aðgengi

HVAR: Urðarhvarfi 8, inngangur A, 2 hæð. 

FYRIRSPURNIR OG ÁBENDINGARThis e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..is

Hægt er að melda sig á viðburðinn hér: Facebook viðburður