HVENÆR? Þriðjudagur 26. september, kl. 13:00-17:00. 
HVAR? NPA miðstöðin, Urðarhvarf 8, inngangur A, 2. hæð.

Þáttakendur fá skírteini þess efnis að hafa lokið skyndihjálparnámskeiði hjá viðurkenndum aðila.  

SKRÁNING: Smellið á þennan hlekk.
SÍÐASTI SKRÁNINGARDAGUR: 24. september 2023.
Takmarkað pláss - skráðu þig áður en plássin fyllast!

Viðfangsefni Pixabay suitcase 2070654 1920 Image by Saveliy Morozov from Pixabay
Fjögur skref skyndihjálpar
1. Tryggja öryggi á vettvangi.
2. Meta ástand slasaðra eða sjúkra.
3. Sækja hjálp. 
4. Veita skyndihjálp.

 Grunnendurlífgun og sjálfvirkt hjartastuð 
•  Að athuga viðbrögð.
•  Að opna öndunarveg.
•  Að athuga öndun.
•  Hjartahnoð og blástursaðferð.
•  Sjálfvirkt hjartastuð (AED).
•  Endurlífgunarkeðjan.
•  Hliðarlega og losun aðskota­hlutar úr öndunarvegi.

Skyndihjálp
•  Stutt umfjöllun um innvortis- og útvortis blæðingar.
•  Bruni.
•  Höfuðhögg.
•  Brjóstverkur (hjartaáfall).
•  Bráðaofnæmi.
•  Heilablóðfall.
 
Farið verður yfir viðfangsefni námskeiðsins með það í huga að sá sem fær aðstoð sé fötluð manneskja og noti eftir atvikum ­hjálpartæki, t.d. hjólastól.

Markmið námskeiðs
Að þátttakendur öðlist grunnfærni í að beita skyndihjálp og ­endurlífgun í neyðartilvikum.

Leiðbeinendur
2022 OlafurIngi crop  2021 Erna closercrop
Ólafur Ingi Grettisson, slökkviliðs- og sjúkraflutningsmaður (I-EMT), varðstjóri hjá Slökkviliði höfuð­borgarsvæðisins.
Erna Eiríksdóttir, fræðslustýra og NPA ráðgjafi. 

Nánari upplýsingar
Fyrir hverja? Námskeiðið er öllum opið en félagsfólk og aðstoðarfólk NPA mið­stöðvarinnar nýtur forgangs. Takmörkuð sæti í boði.
Stök námskeið: Námskeið NPA miðstöðvarinn­ar þarf ekki að taka í réttri röð. Hvert námskeið er sjálfstætt framhald af því sem var á ­undan.
Skipting í hópa: Á námskeiði 6 verður einn hópur fyrir alla þátttakendur.
Verkstjórnendur hvött til að mæta: Það er mikilvægt fyrir ­verkstjórnendur að þekkja fyrstu skref skyndihjálpar og geta leiðbeint nýju aðstoðar­fólki eftir því sem hægt er um skyndihjálp og rétt viðbrögð. 

Kostnaður: Frítt fyrir ­félagsfólk og aðstoðarfólk NPA miðstöðvarinnar. Fyrir aðra: 10.000 kr. fyrir námskeið í skyndihjálp, 2.000 kr. fyrir önnur stök námskeið, 15.000 kr. fyrir alla námskeiðsröðina.

Aðgengi: Fullt aðgengi.
Veitingar: Léttar veitingar í hléi.

English speaking: The course is in Ice­landic but will be offered in English in the future. Waitlist registration is open.

Fyrirspurnir sendist til This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.