NPA grunnnámskeið 6: Skyndihjálp og hugarflug
14. apríl 2022
SKRÁNING Smellið á þennan hlekk.
Hægt er að skrá sig á námskeið 6, á alla námskeiðsröðina og á biðlista eftir rafrænni námskeiðsröð, í hlekknum hér fyrir ofan.
Registration for a waitlist for a course in English in the link above.
SÍÐASTI SKRÁNINGARDAGUR 24. apríl 2022.
NPA NÁMSKEIÐ 6:
SKYNDIHJÁLP OG HUGARFLUG
Á námskeiði 6 er einn hópur fyrir alla þátttakendur.
NPA VERKSTJÓRNENDUR HVATTIR TIL AÐ MÆTA
NPA verkstjórnendur, aðstoðarverkstjórnendur og foreldrar eru hvattir til að sækja námskeiðið, ekki síður en aðstoðarfólk. Það er mikilvægt fyrir verkstjórnendur að þekkja fyrstu skref skyndihjálpar og geta leiðbeint nýju aðstoðarfólki eftir því sem hægt er um skyndihjálp og rétt viðbrögð.
Hvenær? Miðvikudagur 27. apríl 2022 kl. 13:00-16:00
Sjálfstæð námskeið Námskeiðin þarf ekki að taka í réttri röð. Hvert námskeið er sjálfstætt framhald af því sem var á undan.
Fyrir hverja? Námskeiðið er öllum opið en félagsfólk og aðstoðarfólk NPA miðstöðvarinnar nýtur forgangs. Takmörkuð sæti í boði.
Hvar? Námskeiðið verður haldið á skrifstofu NPA miðstöðvarinnar að Urðarhvarfi 8.
Fyrir nánari upplýsingar, smellið á Lesa.
VIÐFANGSEFNI
» Fjögur skref skyndihjálpar:
- Tryggja öryggi á vettvangi.
- Meta ástand slasaðra eða sjúkra.
- Sækja hjálp.
- Veita skyndihjálp.
» Grunnendurlífgun og sjálfvirkt hjartastuð:
• Að athuga viðbrögð.
• Að opna öndunarveg.
• Að athuga öndun.
• Hjartahnoð og blástursaðferð.
• Sjálfvirkt hjartastuð (AED).
• Endurlífgunarkeðjan.
• Hliðarlega og losun aðskotahlutar úr öndunarvegi.
» Skyndihjálp
• Stutt umfjöllun um innvortis- og útvortis blæðingar.
• Bruni.
• Höfuðhögg.
• Brjóstverkur (hjartaáfall).
• Bráðaofnæmi.
• Heilablóðfall.
» Stutt yfirferð á námskeiðum 1-6 og létt hugarflug.
Farið verður yfir viðfangsefni námskeiðsins með það í huga að sá sem fær aðstoð sé fötluð manneskja og noti eftir atvikum hjálpartæki, t.d. hjólastól.
MARKMIÐ NÁMSKEIÐS
» Að þátttakendur öðlist grunnfærni í að beita skyndihjálp og endurlífgun í neyðartilvikum.
LEIÐBEINENDUR
Ólafur Ingi Grettisson, slökkviliðs- og sjúkraflutningsmaður (I-EMT), varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.
Erna Eiríksdóttir, NPA ráðgjafi.
Inga Dóra Glan, NPA ráðgjafi.
Fyrirspurnir sendist til This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
NÁNARI UPPLÝSINGAR
Verð Ókeypis fyrir félagsfólk, aðstoðarfólk og aðstoðarverkstjórnendur NPA miðstöðvarinnar. Kr. 9.000 fyrir námskeiðsröðina fyrir aðra og kr. 2.000 fyrir eitt stakt námskeið. Ef viðkomandi missir af námskeiði er hægt að sækja það námskeið næst þegar það er í boði.
English speaking The course is in Icelandic but will be offered in English in the future. Waitlist registration is open.
Hvar
Skrifstofa
NPA miðstöðvarinnar
Urðarhvarf 8
Inngangur A, 2. hæð
203 Kópavogur
Aðgengi Fullt aðgengi.
Sóttvarnir Húsnæði NPA miðstöðvarinnar er rúmgott og auðvelt að viðhalda fjarlægð. Spritt og grímur á staðnum.
Veitingar Léttar veitingar í hléi.
Viðurkenning Veitt verður viðurkenningarskjal í lok námskeiðs.