2021-2022_NPAnamskeid4.jpg23. febrúar 2022

SKRÁNING Smellið á þennan hlekk.
Hægt er að skrá sig á námskeið 4, á alla námskeiðsröðina og á biðlista eftir rafrænni námskeiðsröð, í hlekknum hér fyrir ofan.
Registration for a waitlist for a course in English in the link above.

SÍÐASTI SKRÁNINGARDAGUR 6. mars 2022

NPA NÁMSKEIÐ 4:
HVAÐA ÁHRIF HAFA LÖG OG REGLUGERÐIR Á LÍF MITT? EN NPA KJARASAMNINGAR?
Á námskeiði 4 er einn hópur fyrir alla þátttakendur.

Hvenær? Miðvikudagur 9. mars 2022 kl. 13:00-16:00
Sjálfstæð námskeið Námskeiðin þarf ekki að taka í réttri röð. Hvert námskeið er sjálfstætt framhald af því sem var á undan.
Fyrir hverja? Námskeiðið er öllum opið en félagsfólk og aðstoðarfólk NPA mið­stöðvarinnar nýtur forgangs. Takmörkuð sæti í boði.
Námskeiðið verður rafrænt sökum fjölda COVID-19 smita í samfélaginu.

Fyrir nánari upplýsingar, smellið á Lesa.

 VIÐFANGSEFNI
» Kjarasamningar Eflingar og NPA miðstöðvarinnar.
» Þjónusta Eflingar fyrir aðstoðarfólk.
» Hlutverk trúnaðarmanns aðstoðarfólks.
» Samningur Sameinuðu þjóð­anna um réttindi fatlaðs fólks.
» 1., 2., 8., 10., 11. grein laga um fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir.
» Reglugerð 1250/2018 um NPA.
» Laun, orlof, veikindi, starfslok, ráðningarsamningar o.fl.
» Réttarúrræði fatlaðs fólks.

MARKMIÐ NÁMSKEIÐS
» Að þátttakendur hafi skilning á því hvað kjarasamningarnir þýði og hvernig sum verkefni í NPA taka mið af þeim.
» Að þátttakendur öðlist innsýn inn í hvernig Efling getur aðstoðað aðstoðarfólk eða notendur.
» Að þátttakendur skilji hlutverk trúnaðarmanns aðstoðarfólks og hafi innsýn í hans verkefni.
» Að þátttakendur fái innsýn í mikilvægi Samnings ­Sameinuðu þjóðanna um ­réttindi fatlaðs fólks og áhrif hans á innleiðingu NPA.
» Að þátttakendur skilji hvað helstu lög og reglugerðir sem snerta NPA, þýða fyrir NPA notendur og aðstoðarfólk.
» Að þátttakendur þekki helstu reglur og starfshætti varðandi laun, orlof, veikindi, starfslok, ráðningarsamninga o.fl.
» Að þátttakendur þekki ­helstu réttarúrræði fatlaðs fólks.
» Að þátttakendur fái innsýn í helstu verkefni réttinda­gæslumanns fatlaðs fólks, Gæða- og ­eftirlitsstofnunar velferðarmála (GEV), úrskurðarnefnd velferðarmála (ÚRVEL) o.fl.

LEIÐBEINENDUR
Ragnar Ólason, aðstoðarframkvæmdastjóri Eflingar
Ingólfur Björgvin Jónsson, sviðsstjóri kjaramálasviðs Eflingar
Sigurður Egill Ólafsson, NPA aðstoðarmaður og trúnaðarmaður NPA aðstoðarfólks
Ragnar Gunnar Þórhallsson, NPA verkstjórnandi
Freyja Haraldsdóttir, réttindagæslumaður fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu
Hjörtur Örn Eysteinsson, framkvæmdastjóri NPA miðstöðvarinnar
Erna Eiríksdóttir, NPA ráðgjafi.
Inga Dóra Glan, NPA ráðgjafi.

Fyrirspurnir sendist til This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

NÁNARI UPPLÝSINGAR
Verð Ókeypis fyrir ­félagsfólk, aðstoðarfólk og aðstoðarverk­stjórnendur NPA miðstöðvarinnar. Kr. 9.000 fyrir námskeiðsröðina fyrir aðra og kr. 2.000 fyrir eitt stakt námskeið.  Ef viðkomandi missir af námskeiði er hægt að sækja það námskeið næst þegar það er í boði. 
Fjarnámskeið Námskeið 4 verður rafrænt sökum fjölda C-19 smita í samfélaginu. Stefnt er að því að námskeið 5 og 6 verði staðbundin. Rafræn heildarútgáfa af námskeiðum 1-6 verða í boði síðar. Opið er fyrir ­skráningu á biðlista eftir rafrænu námskeiði.
English speaking The course is in Ice­landic but will be offered in English in the future. Waitlist registration is open.

Hvar (ef ekki rafrænt)
Húsnæði
NPA miðstöðvarinnar
Urðarhvarf 8
Inngangur A, 2. hæð
203 Kópavogur

Aðgengi Fullt aðgengi.
Sóttvarnir Húsnæði NPA miðstöðvarinnar er rúmgott og auðvelt að viðhalda fjarlægð. Spritt og grímur á staðnum.
Veitingar Léttar veitingar í hléi.
Viðurkenning Veitt verður viðurkenningarskjal í lok námskeiðs.