NPA námskeið 2: Hlutverk, ábyrgð og samskipti í NPA
5. nóvember 2021
SKRÁNING Smellið á þennan hlekk.
SÍÐASTI SKRÁNINGARDAGUR 16. nóvember 2021
STÖK NÁMSKEIÐ Námskeiðin þarf ekki að taka í réttri röð. Hvert námskeið er sjálfstætt framhald af því sem var á undan.
FYRIR HVERJA? Námskeiðið er öllum opið en félagsfólk og aðstoðarfólk NPA miðstöðvarinnar nýtur forgangs. Takmörkuð sæti í boði.
NPA NÁMSKEIÐ 2: HLUTVERK, ÁBYRGÐ OG SAMSKIPTI
Námskeiðið verður rafrænt sökum fjölda COVID-19 smita í samfélaginu.
Fyrir verkstjórnendur: 18. nóvember 2021 kl. 13:00-16:00
Fyrir aðstoðarfólk: 18. nóvember 2021 kl. 13:00-16:00
Fyrir aðstoðarverkstjórnendur: 18. nóvember kl. 13:00-17:30
Tvö námskeið verða haldin á sama tíma. NPA verkstjórnendur sækja annað námskeiðið en aðstoðarfólk og aðstoðarverkstjórnendur hitt. Að auki sækja aðstoðarverkstjórnendur stutt námskeið þar sem farið er nánar yfir það sem snýr sérstaklega að aðstoðarverkstjórnendum.
VIÐFANGSEFNI
Verkstjórnendur
» Innsýn í hlutverk og ábyrgð verkstjórnenda og aðstoðarfólks.
» Mikilvægi opinna og góðra samskipta.
» Siðareglur NPA miðstöðvarinnar.
» Trúnaðaryfirlýsing og mikilvægi trúnaðar.
» Aðstæður sem upp geta komið skoðaðar og möguleg viðbrögð við þeim.
» Ráðningar og ráðningarviðtöl.
» Vaktafyrirkomulag og gerð vaktaplana og vinnuskýrslna.
» Umræður.
Aðstoðarverkstjórnendur
» Innsýn í hlutverk og ábyrgð verkstjórnenda og aðstoðarfólks.
» Hlutverk og sérstaða aðstoðarverkstjórnenda.
» Mikilvægi þess að virða sjálfstæði verkstjórnanda og H-in fimm.
» Mikilvægi opinna og góðra samskipta.
» Siðareglur NPA miðstöðvarinnar.
» Trúnaðaryfirlýsing og mikilvægi trúnaðar.
» Aðstæður sem upp geta komið skoðaðar og möguleg viðbrögð við þeim.
» Ráðningar og ráðningarviðtöl.
» Vaktafyrirkomulag og gerð vaktaplana og vinnuskýrslna.
» Umræður.
Aðstoðarfólk
» Innsýn í hlutverk og ábyrgð verkstjórnenda og aðstoðarfólks.
» Mikilvægi opinna og góðra samskipta.
» Siðareglur NPA miðstöðvarinnar.
» Trúnaðaryfirlýsing og mikilvægi trúnaðar.
» Aðstæður sem upp geta komið skoðaðar og möguleg viðbrögð við þeim.
» Umræður markmið námskeiðs
» Að þátttakandi öðlist skilning á ólíkum hlutverkum verkstjórnenda, aðstoðarverkstjórnenda og aðstoðarfólks.
» Að þátttakendur öðlist innsýn í mikilvægi þess að eiga góð samskipti og að vel sé haldið utanum ýmis starfsmannamál.
» Að þátttakendur öðlist skilning á siðasáttmála NPA miðstöðvarinnar.
MARKMIÐ NÁMSKEIÐS
» Að þátttakandi öðlist skilning á ólíkum hlutverkum verkstjórnenda, aðstoðarverkstjórnenda og aðstoðarfólks.
» Að þátttakendur öðlist innsýn í mikilvægi þess að eiga góð samskipti og að vel sé haldið utanum ýmis starfsmannamál.
» Að þátttakendur öðlist skilning á siðasáttmála NPA miðstöðvarinnar.
LEIÐBEINENDUR
Erna Eiríksdóttir, NPA ráðgjafi.
Hrafnhildur Kristbjörnsdóttir, NPA ráðgjafi.
Hallgrímur Eymundsson, NPA verkstjórnandi.
María Rúnarsdóttir, félagsráðgjafi og sáttamiðlari á Samskiptastöðinni.
Fyrirspurnir sendist til This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
NÁNARI UPPLÝSINGAR
Kostnaður Frítt fyrir félagsfólk og aðstoðarfólk NPA miðstöðvarinnar. Fyrir aðra: Kr. 9.000 fyrir námskeiðsröðina og kr. 2.000 fyrir einn námskeiðshluta.
Aðgengi Fullt aðgengi.
Fjarnámskeið Rafræn námskeið eru í vinnslu og verða í boði síðar. Opið er fyrir skráningu á biðlista.
Sóttvarnir Húsnæði NPA miðstöðvarinnar er rúmgott og auðvelt að viðhalda fjarlægð. Spritt og grímur á staðnum.
Viðurkenning Veitt verður viðurkenningarskjal í lok námskeiðs.
Veitingar Léttar veitingar í hléi.
English speaking The course is in Icelandic but will be offered in English in the future. Waitlist registration is open.
Hvar
Húsnæði
NPA miðstöðvarinnar
Urðarhvarf 8
Inngangur A, 2. hæð
203 Kópavogur