Fréttir af bólusetningum í upphafi árs

Birt 6. janúar 2021 kl. 10:50, uppfært 7. janúar kl. 10:20, kl. 13.03 og 14:41 og 8. janúar kl. 12:03

NPA miðstöðinni hafa á nýju ári borist uppfærðar upplýsingar um fyrirkomulag og forgangsröðun bólusetninga. NPA miðstöðin hefur tengilið hjá landlækni og almannavörnum og hefur jafnframt verið í samskiptum við tiltekin sveitarfélög og heilsugæslur.

Bólusetning nánast heillar þjóðar er stórt verkefni og eins og áður hefur komið fram eru ýmsir óvissuþættir og jafnframt atriði sem skýrast ekki að fullu fyrr en verkefninu vindur fram. Upplýsingar NPA miðstöðvarinnar geta þar af leiðandi uppfærst eftir því sem framkvæmd mála skýrist og upplýsingar berast. NPA miðstöðin vill samt gjarnan miðla þeim upplýsingum sem hafa borist en setur þær nú sem áður fram með fyrirvara.

Lesa >>

Um bólusetningar við COVID-19 á Íslandi

Þau gleðilegu tímamót hafa nú átt sér stað að bólusetning við C-19 er hafin á Íslandi. Ennþá eru margir óvissuþættir, t.d. um það hvenær næstu bólusetningarskammtar berist til landsins og þá hversu margir.

NPA miðstöðin hefur átt í samskiptum við fulltrúa viðbragðsteymis almannavarna og sóttvarnarlæknis til að minna á NPA notendur og aðstoðarfólk þeirra og tiltekna þröskulda sem við sáum mögulega fyrir að þyrfti að forðast. Við höfum jafnframt sent fyrirspurn til landlæknis, m.a. um í hvaða forgangshópa NPA notendur sem ekki tilheyra öðrum forgangshópum falli. Staðreyndin er hins vegar sú að það eru ennþá allt of margar breytur til að hægt sé að slá nokkru föstu.

Eftirfarandi samantekt er viðleitni NPA miðstöðvarinnar til að upplýsa um stöðu mála. 

Lesa >>

Opnunartími yfir hátíðirnar

Sími NPA miðstöðvarinnar verður opinn á hefðbundnum opnunartíma kl. 10:00-15:00 virka daga í kringum hátíðirnar, sem hér segir:

  • Þorláksmessa, 23. desember: Opið 10:00-15:00.
  • Lokað aðfangadag.
  • Mánudagur, þriðjudagur og miðvikudagur 28.-30. desember: Opið 10:00-15:00.
  • Mánudagur 4. janúar 2021: Opnum á nýju ári, opið 10:00-15:00.

Lesa >>

Fleiri greinar...