Baráttufélagi jarðsunginn í dag

Í dag minnumst við baráttufélaga og vinar. Blær Ástríkur Stefán Ástuson Ástráðsson táknmálsfræðingur og lögfræðinemi verður borinn til grafar í dag, föstudaginn 29. janúar. Blær (sem áður hét Ásdís Jenna Ástráðsdóttir) varð bráðkvaddur á heimili sínu laugardaginn 16. janúar síðastliðinn.

Blær fæddist 10. janúar 1970, barn hjónanna Ástráðs B. Hreiðarssonar læknis (f. 1942) og Ástu B. Þorsteinsdóttur hjúkrunarfræðings (1945-1998). Blær lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1992 og var eftir það í um eitt ár við nám í lýðháskóla í Danmörku. Blær lauk síðar BA-námi í táknmálsfræði við Háskóla Íslands og las einnig fötlunarfræði við HÍ. Síðustu ár var Blær í námi við lagadeild Háskólans á Bifröst.

Lesa >>

Skrifstofunni verður lokað kl. 12:30 föstudaginn 29. janúar vegna jarðarfarar

Kær félagi okkar, Blær Ástríkur Stefán Ástuson Ástráðssonm verður borinn til grafar á morgun, föstudaginn 29. janúar kl. 13:00.

Í virðingarskyni við Blæ verður skrifstofu NPA miðstöðvarinnar lokað kl. 12:30 þann dag.

Starfsfólk NPA miðstöðvarinnar mun minnast Blæs með stuttri kyrrðarstund á skrifstofunni og fylgjast með beinu streymi frá jarðarförinni.

Fleiri NPA notendur líklega í forgangshópi 3 en áður var talið

Birt 13. janúar kl. 14:59, uppfært 14. janúar kl. 15:54

NPA miðstöðin náði tali af yfirmanni á heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sem veitti leyfi til að deila eftirfarandi upplýsingum.

Bólusetning á milli jóla og nýárs
Á milli jóla og nýárs þegar fyrstu bóluefnaskammtarnir voru veittir, hafði heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu eingöngu fengið nöfn yfir fjóra NPA notendur. Þessir fjóru einstaklingar voru skilgreindir í forgangshópi 3 og voru bólusettir. Einn þessara aðila var barn sem hefði strangt til tekið ekki átt að bólusetja en viðkomandi mun eiga afmæli eftir nokkra mánuði og fyrir vikið stutt þangað til það hefði mátt bólusetja þann aðila.

Lesa >>

Fleiri greinar...