Vinkona og samstarfskona jarðsungin í dag

Í dag minnumst við Önnu Guðrúnar Sigurðardóttur, vinkonu okkar og ráðgjafa hjá NPA miðstöðinni. Anna Guðrún lést á krabbameinsdeild Landspítalans þann 16. febrúar síðastliðinn. Hún var jarðsungin frá Langholtskirkju í dag.

Anna Guðrún fæddist 18. september 1975, barn Sigríðar Önnu Sveinbjörnsdóttur sem lést í desember 2015 og Sigurðar Þorsteinssonar.

Anna Guðrún hóf störf sem ráðgjafi hjá NPA miðstöðinni í nóvember 2018. Leiðir Önnu Guðrúnar og sumra okkar höfðu skarast löngu fyrir þann tíma og hún var ekki ný í NPA hópnum enda hafði hún áður unnið hjá Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar og skrifstofur beggja aðila voru í Sjálfsbjargarhúsinu. Við minnumst með þakklæti notalegra stunda og spjalls á milli vinnustunda, t.d. úti á svölunum í Sjálfsbjargarhúsinu í góðu veðri.

Lesa >>

Skrifstofan verður lokuð frá kl. 12:30, fimmtudaginn 25. febrúar, vegna jarðarfarar

Kær vinkona okkar og vinnufélagi, Anna Guðrún Sigurðardóttir verður borin til grafar næstkomandi fimmtudag, þann 25. febrúar og hefst athöfnin kl. 13:00.

Í virðingarskyni við Önnu Guðrúnu verður skrifstofu NPA miðstöðvarinnar lokað kl. 12:30 þann dag.

NPA miðstöðin sendir aðstandendum Önnu Guðrúnar sínar dýpstu samúðarkveðjur.

Margir NPA notendur fengið bólusetningu

Birt 8. febrúar 2021, kl. 11:25 og 10. febrúar kl. 13:20.

Staða bólusetninga á NPA notendum hefur breyst mikið á síðustu þremur vikum. Í dag sýnist okkur að meirihluti NPA notenda á landinu séu búnir að fá sína fyrri bólusetningu. NPA miðstöðin telur líklegt að allir NPA notendur og fólk með beingreiðslusamninga sem hefur sína umsýslu hjá NPA miðstöðinni séu búnir að fá boð í bólusetningu, fyrir utan einn aðila, en mál viðkomandi er komið í réttan farveg innan heilsugæslunnar.

NPA AÐSTOÐARFÓLK
Miðað við núverandi áætlanir er talið ólíklegt að aðstoðarfólk verði bólusett á næstunni og í millitíðinni geta orðið mannabreytingar og listar breyst. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins mun láta NPA miðstöðina vita þegar styttist í bólusetningu aðstoðarfólks og NPA miðstöðin mun þá senda alla lista yfir aðstoðarfólk sitt til viðeigandi heilsugæslna um allt land.

Lesa >>

Fleiri greinar...