Upplýsingar um Covid-19 (gamlar upplýsingar)
FRÉTTIR OG TILKYNNINGAR
Birt 13. janúar kl. 14:59, uppfært 14. janúar kl. 15:54
Fleiri NPA notendur líklega í forgangshópi 3 en áður var talið
Birt 6. janúar 2021 kl. 10:50, uppfært 7. janúar kl. 10:20, 13:03 og 14:41 og 8. janúar kl. 12:03
Fréttir af bólusetningum í upphafi árs
Birt 30. desember kl. 22.14, uppfært mánudaginn 4. janúar 2021 kl. 09:40.
Um bólusetningar við COVID-19 á Íslandi
Birt 17. desember kl. 16:00, uppfært 18. desember kl. 14:23
Áætlanir um bólusetningar vegna COVID-19 á Íslandi
Uppfært 30. september kl. 12:50
Þriðja bylgja COVID-19 á Íslandi
SAMANTEKT VEGNA COVID-19
Uppfært 11. ágúst kl 15:30
Eins og allir vita komst COVID-19 á flug á ný í júlí. Svo virðist sem yfirvöld séu að ná tökum á þeim faraldri sem nú hefur verið í gangi og að tilslakanir séu í kortunum á næstunni. Vonandi reynist það rétt en engu að síður hvetjum við NPA notendur og aðstoðarfólk til þess að renna aftur yfir helstu upplýsingar vegna COVID-19 hér fyrir neðan.
Hlífðargrímur
Þessi dægrin leggja yfirvöld til að fólk noti hlífðargrímur í þeim aðstæðum þar sem ekki er hægt að virða tveggja metra regluna, t.d. ef margir eru í strætó. Í ljósi þess hvetur NPA miðstöðin notendur og aðstoðarfólk til að nota grímur þegar ekki er hægt að viðhalda tveggja metra reglunni. Góð regla gæti verið að þvo hendur og spritta og setja svo á sig grímu áður en tveggja metra reglan verður „brotin“, þvo síðan hendur í kjölfarið og taka svo af sér grímu og sleppa henni þess á milli. Aðstæður notanda geta þó verið harla ólíkar og af þeim sökum verður hver og einn notandi að meta í samvinnu við sitt aðstoðarfólk hvernig öruggast sé að haga málum þannig að allir aðilar séu sáttir við fyrirkomulagið. Eins og áður eru handþvottur, spritt og tveggja metra reglan það mikilvægasta í persónulegum vörnum hvers og eins. NPA miðstöðin hvetur eigendur og aðstoðarfólk að fylgja í öllu tilmælum landlæknis bæði innan og utan vinnutíma. Núgildandi auglýsing um samkomubann gildir til 13. ágúst þannig að fljótlega ættu línur að skýrast varðandi framhaldið.
Ýmsar leiðbeiningar um notkun hlífðargríma og um handhreinsun
Hér má sjá leiðbeiningar embættis landlæknis um notkun á hlífðargrímum, útgefnar 31. júlí síðastliðinn.
Leiðbeiningar um notkun á hlífðargrímum.
Instructions on the Use of Face Masks in English.
Embætti landlæknis: Hvernig hlífðargrímur eru notaðar til að verjast útbreiðslu á COVID-19?
Vísindavefurinn: Hafa rannsóknir sýnt að andlitsgrímur komi í veg fyrir að fólk smitist af COVID-19?
Vísir: Grímur sagðar virka vel en buff fjölga dropum í loftinu.
Embætti landlæknis: Myndband um handhreinsun.
Fimm prósentin
Fimm prósentin má að sjálfsögðu nota fyrir hlífðargrímur, hanska og annan hlífðarfatnað.
Leiðbeiningar til fatlaðs fólks með NPA, aðra notendasamninga og aðstoðarfólk þeirra
Embætti landlæknis gaf út 3. útgáfu af leiðbeiningum til fatlaðs fólks með NPA, aðra notendasamninga og aðstoðarfólk þeirra vegna COVID-19, þann 26. maí síðastliðinn. Sú útgáfa hefur ekki verið uppfærð en leiðbeiningarnar gilda áfram að undanskildum kafla 12 en í honum er 2 metra reglan ekki regla eins og núna heldur viðmið.
Leiðbeininga plaköt
Margt af félagsfólki NPA miðstöðvarinnar hefur nýtt sér að fá send til sín fjögur plaköt sem NPA miðstöðin lét prenta og plasta síðastliðinn vetur. Þau fjalla um handhreinsun (íslensku og ensku), hvernig draga skal úr sýkingahættu vegna Covid-19 og hvernig vernda skal börn gegn sýkingum. Það getur verið skynsamlegt að hafa myndræn plaköt með leiðbeiningum uppi á vegg til að minna sig og aðstoðarfólk sitt á það helsta sem hafa ber í huga. Félagsfólk NPA miðstöðvarinnar sem óskar eftir að fá tiltekin plaköt, hafið endilega samband við This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., sömuleiðis ef ykkur vantar frekari ráðgjöf.
-------
Uppfært 24.mars kl. 11:45
- Gætið mjög vel að hreinlæti. Þvoið hendur vandlega og reglulega með sápu og sprittið inn á milli þegar ekki gefst kostur á handþvotti.
- Gætið þess að snerta ekki munn, nef eða augu þar sem smit berst auðveldlega um öndunarfæri og augu.
- Gætið þess að aðstoðarfólk þvoi á sér hendurnar vandlega. Hengið upp veggspjöld með sjónrænum leiðbeiningum um handþvott á heimilinu og brýnið fyrir aðstoðarfólki að þvo hendur sínar vel þegar það mætir á vakt, fyrir og eftir matartíma og salernisferðir.
- Forðist að vera úti á meðal fólk, á fjölförnum stöðum, t.d. samkomur og samkomustaði, almenningssamgöngum og fjölfarnar verslanir. Nettó og Heimkaup bjóða upp á heimsendingu á matvælum. Forðist einnig að fara í verslanir eða apótek á háannatímum (í hádegi og seinnipart). Forðist snertifleti eftir bestu getu eða notið hlífðarbúnað, t.d. hanska.
- Hvetjið aðstoðarfólk til þess að hlýta tilmælum Landlæknis um að forðast samkomur og fjölfarna staði. Hvetjið aðstoðarfólk til þess að tilkynna ykkur ef það finnur fyrir einkennum eða hefur verið í návígi við fólk sem er í einangrun.
- Þau ykkar sem eruð í skilgreindum áhættuhópum skulið sérstaklega gæta þess að vera sem mest heima. Til skilgreindra áhættuhópa teljast þeir sem eru eldri borgarar (yfir 67 ára), þau sem eru með undirliggjandi öndunarfærasjúkdóma, hjartasjúkdóma, sykursýki, nýrnabilun og krabbamein.
- Aðstoðarfólk sem er í sóttkví á rétt á launagreiðslum. Þið skráið vaktir á aðstoðarfólkið eins og venjulega, en auðkennið þær sérstaklega með „sóttkví“ eða sem veikindi. Mikilvægt er að láta vita að um sóttkví er að ræða svo NPA miðstöðin geti sótt viðbótarframlag vegna launakostnaðarins. Aðstoðarfólk skilar inn læknisvottorði.
- Ef þið finnið fyrir einkennum eða verð greind með veiruna skulið þið strax hafa samband við NPA miðstöðina. Við getum ráðlagt þér hvernig þú skalt bera þig að. Einnig skaltu hringja í númerið 1700 eða í netspjalli á heilsuvera.is til að fá helstu upplýsingar um viðbrögð.
- Hjálparsími 1717 Rauða krossins er með sálræna ráðgjöf og aðstoð fyrir þau sem finna fyrir vanlíðan og/eða kvíða vegna Covid19 og auk þess með netspjall á 1717.is
TIL AÐSTOÐARFÓLKS NPA NOTENDA
Uppfært 24.mars kl. 12:00
Handþvottur, hreinlæti og takmörkuð umgengni við aðra mikilvæg
- Þvoið hendur vandlega, lágmark tuttugu sekúndur, með sápu. Þvoið t.d. hendur vel þegar mætt er á vakt, fyrir og eftir matartíma og salernisferðir.
- Látið NPA notanda samstundis vita ef þið finnið fyrir einkennum eða hafið verið í návígi við fólk sem er í einangrun.
- Hlýtið tilmælum Landlæknis um að forðast samkomur og fjölfarna staði. Vinsamlegasts forðist að vera úti á meðal fólks, á fjölförnum stöðum, t.d. samkomum og samkomustöðum, almenningssamgöngum og fjölförnum verslunum. Þegar slíkt er nauðsynlegt, forðist snertifleti eftir bestu getu eða notið hlífðarbúnað, t.d. hanska.
UPPLÝSINGAR UM COVID-19, HANDÞVOTT, SÓTTVARNIR O.FL.
Uppfært 26. maí 2020
Leiðbeiningar: Sýkingar af völdum nýrrar kórónaveiru (COVID-19)
Leiðbeiningar til fatlaðs fólks með NPA, aðra notendasamninga og aðstoðarfólks þeirra
Uppfært 6. maí 2020
Guidelines: Illness caused by the novel coronavirus (COVID-19)
Guidelines for people with disabilities who have NPA (user-controlled personal assistance) or other user agreements, and those who assist them. A new edition should be available soon.
Uppfært 8. apríl kl. 10:45
Skynsamleg notkun á grímum og hönskum
Landspítali hefur í samstarfi við Embætti landlæknis hannað veggspjald um skynsamlega notkun á einnota hönskum og grímum á tímum kórónuveirunnar COVID-19. Hægt er að sækja veggspjaldið á vef Landspítala sem JPG-mynd og PDF-skjal en PDF skjalið er þægilegt til útprentunar.
Uppfært 30.mars kl. 22.05
Leiðir til að draga úr sýkingarhættu
Á upplýsingasíðu Landspítala um COVID-19 eru komin veggspjöld með ábendingum um leiðir fyrir aldraða og og aðra viðkæma til að draga úr sýkingarhættu vegna Covid-19.
Veggspjöldin eru á íslensku og ensku, gerð á Landspítala og byggð á efni frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni WHO. Þau eru í pdf-formi og í góðri upplausn til að prenta út. Það er einnig hægt að sækja þau sem jpg-myndir.
Á sömu upplýsingasíðu eru einnig veggspjöld á íslensku, ensku og pólsku um leiðir til að draga úr sýkingarhættu almennt.
Uppfært 26.mars kl. 16:22
Myndband um handhreinsun
Uppfært 24.mars kl. 11.40
Spurningar og svör varðandi kórónaveiruna/COVID-19
Uppfært 23.mars kl. 14:16
Mikilvægi handþvottar
Allar upplýsingar um Covid-19 á einum stað - www.covid.is
_________________________________________
Uppfært 17.mars 2020 kl.13:22
Upplýsingar um Covid-19 (Kóróna-veiran) á auðlesnu máli
Landssamtökin Þroskahjálp hafa í samvinnu við landlækni og heilbrigðisráðuneytið búið til upplýsingabækling um kóróna-veiruna á auðlesnu máli.
Bæklinginn má lesa hér.
_________________________________________
FRÉTTIR OG TILKYNNINGAR
Uppfært 4. maí kl. 11:20
Það helsta sem felst í tilslökunum á samkomubanni 4. maí 2020
Samkomubanni vegna kórónuveirufaraldursins hefur verið aflétt að hluta í dag, 4. maí. Fjöldamörk samkomubanns hækka úr 20 í 50 manns. Skólahald í leik- og grunnskólum hefst með hefðbundnum hætti og ýmis önnur þjónusta býðst landsmönnum á ný. Frekari upplýsingar má finna í samantekt Vísis um málið.
Uppfært 1. maí kl. 12:40
Uppfærðar leiðbeiningar vegna tilslakana á samkomubanni 4. maí 2020
Sveitarfélögin vinna leiðbeiningar fyrir velferðarþjónustu sveitarfélaga vegna tilslakana frá samkomubanni og sóttvarnarráðstöfunum vegna COVID-19 sem taka gildi 4. maí 2020. NPA miðstöðin mun birta leiðbeiningarnar um leið og þær berast. Hér má sjá minnisblað landlæknis um tilhögun afléttingar samkomubanns sem hefst á mánudaginn.
Uppfært 4. maí kl. 11:20
_________________________________________
Það helsta sem felst í tilslökunum á samkomubanni 4. maí 2020
Samkomubanni vegna kórónuveirufaraldursins hefur verið aflétt að hluta í dag, 4. maí. Fjöldamörk samkomubanns hækka úr 20 í 50 manns. Skólahald í leik- og grunnskólum hefst með hefðbundnum hætti og ýmis önnur þjónusta býðst landsmönnum á ný. Frekari upplýsingar má finna í samantekt Vísis um málið.
Uppfært 1. maí kl. 12:40
Uppfærðar leiðbeiningar vegna tilslakana á samkomubanni 4. maí 2020
Sveitarfélögin vinna leiðbeiningar fyrir velferðarþjónustu sveitarfélaga vegna tilslakana frá samkomubanni og sóttvarnarráðstöfunum vegna COVID-19 sem taka gildi 4. maí 2020. NPA miðstöðin mun birta leiðbeiningarnar um leið og þær berast. Hér má sjá minnisblað landlæknis um tilhögun afléttingar samkomubanns sem hefst á mánudaginn.
Uppfært 1. apríl kl. 16:05
Hvað má og hvað má ekki? Í sóttkví? Í einangrun?
Má ég fara í búð þegar ég er í sóttkví. En göngutúr ef ég er komin í einangrun?
Hér er upplýsingaspjald með skýrum myndrænum leiðbeiningum um hvað má og má ekki gera meðan COVID-19 faraldurinn gengur yfir. T.d. fyrir þá sem:
- Eru í sóttkví.
- Eru í einangrun.
- Tilheyra viðkvæmum hópi eða eru 60+ ára.
- Eru frískir.
Mikilvægt er að allir þekki reglurnar og fylgi þeim til fækka smitum.
Spjöldin eru á íslensku og ensku. Þau eru pdf-skjöl sem henta vel til útprentunar.
Uppfært 30.mars kl. 21:21
Hvað er sóttkví?
Uppfært 26.mars kl. 16:58
Nokkur myndræn plaköt um handþvott og leiðir til að draga úr smithættu Covid-19
Uppfært 24.mars kl. 12:23
Lög um tímabundnar greiðslur vegna launa ósýktra einstaklinga í sóttkví
- til atvinnurekenda sem greitt hafa launamönnum sem sæta sóttkví laun
- til launamanna sem sæta sóttkví á sama tímabili en fá ekki greidd laun frá atvinnurekanda
- til sjálfstætt starfandi einstaklinga sem sæta sóttkví á sama tímabili.
_________________________________________
Uppfært 20.mars kl. 00:39
Takmarkað aðgengi að skrifstofu ÖBÍ
_________________________________________
Uppfært 20.mars kl. 00:33
NPA aðstoðarfólk á lista yfir starfshópa í framlínuþjónustu
NPA aðstoðarfólk er komið á lista yfir starfshópa í framlínuþjónustu sem hafa forgang um aukna skóla-og leikskólaþjónustu, frístundastarf fyrir börn í 1.og 2.bekk og dagforeldraþjónustu.
Almannavarnir hafa biðlað til stjórnenda leikskóla, grunnskóla, frístundaheimila og dagforeldra að taka jákvætt í það að þeir aðilar sem sinna samfélagslega mikilvægri þjónustu svo sem í heilbrigðisgeiranum og viðbragðsgeiranum fái forgang fyrir börn sín hjá dagforeldrum, í leikskólum, í 1. og 2. bekk grunnskóla og á frístundaheimilum fyrir sama aldurshóp. Foreldrar á forgangslista þurfa að sækja um forganginn á www.island.is
NPA miðstöðin hvetur NPA notendur til að upplýsa sitt aðstoðarfólk um þessi réttindi. Frekari upplýsingar um fyrirkomulag þessu tengt má finna hér.
Listi frá almannavörnum yfir þá aðila sem geta sótt um forgang má sjá hér. (NPA aðstoðarfólk er á listanum undir fyrirsögninni „Aðrar stéttir“).
NPA miðstöðin sótti á dögunum um að aðstoðarfólk NPA notenda kæmist á listann og fagnar því að erindið hafi fengið svo skjóta afgreiðslu.
_________________________________________
Uppfært 17.mars kl.13:23
Upplýsingar til verkstjórnenda vegna aðstoðarfólks og/eða notenda í sóttkví
Persónulegt aðstoðarfólk í sóttkví:
NPA miðstöðinni hefur borist fyrirspurnir frá verkstjórnendum varðandi fyrirkomulag á skráningum þess aðstoðarfólks sem er í sóttkví. NPA miðstöðin hefur ekki fengið frá sveitarfélögum né Velferðarráðuneyti hvernig veikindarétti og útgjöldum verður háttað fyrir NPA notendur vegna aðstoðarfólks sem fer í sóttkví. Við viljum beina því til félagsfólks NPA miðstöðvarinnar að halda vel utan um útgjöld og gögn sem kunna að verða vegna aðstoðarfólks í sóttkví. Ef persónuleg aðstoðarmanneskja fer í sóttkví, þá þarf verkstjórnandi og/eða aðstoðarverkstjórnandi að hafa eftirfarandi í huga:
- Persónulegt aðstoðarfólk skili læknisvottorði til NPA-miðstöðvarinnar og þarf að koma fram á vottorðinu að um sóttkví sé að ræða.
- Skrá sóttkví aðstoðarfólks í vinnuskýrslu sem veikindi og setja í athugasemd vinnuskýrslu að um sóttkví sé að ræða og senda tölvupóst á This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. ásamt vinnuskýrslu með þeim upplýsingum
NPA notandi í sóttkví:
Ef NPA notandi fer í sóttkví, þá fær persónulegt aðstoðarfólk enn greitt samkvæmt vaktaplani. Taka þarf fram þegar skilað er vinnuskýrslu þær vaktir sem aðstoðarfólk mætti ekki vegna notanda í sóttkví með sama hætti og vegna aðstoðarfólks í sóttkví, þ.e. í athugasemd í vinnuskýrslu og í tölvupósti til This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. þegar vinnuskýrslu er skilað. Æskilegt er að notandi útvegi einnig læknisvottorð og skili til NPA miðstöðvarinnar.
________________________________________
Uppfært 17.mars 2020 kl.13:20
Tryggingastofnun ríkisins hefur takmarkað opnunartíma sína fyrir viðskiptavini en aukið fjarþjónustu.
Hér má sjá tilkynningu Tryggingastofnunar um málið.