Upplýsingar um Covid-19

HELSTU UPPLÝSINGAR VEGNA COVID-19

Uppfært 19. maí kl. 10:51

Leiðbeiningar NPA miðstöðvarinnar vegna COVID-19

NPA miðstöðin útbjó fyrir nokkru leiðbeiningar fyrir NPA notendur vegna COVID-19. Leiðbeiningarnar taka mið af útgefnu efni frá sóttvarnarlækni og almannavörnum ásamt þeim upplýsingum sem liggja fyrir frá sveitarfélögum. NPA miðstöðin mun uppfæra leiðbeiningarnar sínar eftir því sem frekari upplýsingar berast og ástæða þykir til.


Leiðbeiningar fyrir einstaklinga með áhættuþætti fyrir alvarlegri COVID-19 sýkingu frá embætti landlæknis

Þessar leiðbeiningar eru fyrir einstaklinga sem gætu verið í aukinni áhættu á alvarlegri sýkingu ef þeir smitast af SARS-CoV-2 veiru sem veldur COVID-19 sjúkdómi.


Leiðbeiningar: Sýkingar af völdum nýrrar kórónaveiru (COVID-19)

Leiðbeiningar til fatlaðs fólks með NPA, aðra notendasamninga og aðstoðarfólks þeirra

Guidelines: Illness caused by the novel coronavirus (COVID-19)

Guidelines for people with disabilities who have NPA (user-controlled personal assistance) or other user agreements, and those who assist them


Upplýsingar um Covid-19 (Kóróna-veiran) á auðlesnu máli

Landssamtökin Þroskahjálp hafa í samvinnu við landlækni og heilbrigðisráðuneytið búið til upplýsingabækling um kóróna-veiruna á auðlesnu máli.


Allar upplýsingar um Covid-19 á einum stað - www.covid.is

Helsta upplýsingasíðan um kóróna-veiruna (covid-19) og allt sem gott er að hafa í huga. Einnig má setja sig í samband við heilsugæslurnar og heilsuveru.is.

-------

FRÉTTIR OG TILKYNNINGAR

Uppfært 4. maí kl. 11:20

Það helsta sem felst í tilslökunum á samkomubanni 4. maí 2020

Samkomubanni vegna kórónuveirufaraldursins hefur verið aflétt að hluta í dag, 4. maí. Fjöldamörk samkomubanns hækka úr 20 í 50 manns. Skólahald í leik- og grunnskólum hefst með hefðbundnum hætti og ýmis önnur þjónusta býðst landsmönnum á ný. Frekari upplýsingar má finna í samantekt Vísis um málið.


 Uppfært 1. maí kl. 12:40

Uppfærðar leiðbeiningar vegna tilslakana á samkomubanni 4. maí 2020

Sveitarfélögin vinna leiðbeiningar fyrir velferðarþjónustu sveitarfélaga vegna tilslakana frá samkomubanni og sóttvarnarráðstöfunum vegna COVID-19 sem taka gildi 4. maí 2020. NPA miðstöðin mun birta leiðbeiningarnar um leið og þær berast. Hér má sjá minnisblað landlæknis um tilhögun afléttingar samkomubanns sem hefst á mánudaginn.