Ég vil ráða mínu lífi

Gisli gæsGísli Björnsson er viðmælandi vikunnar.

1. Hver er þín reynsla af að lifa með skerðingu og lifa í fatlandi samfélagi?

Sumt fólk hafði ekki trú á mér og að ég gæti verið í háskóla eða vinna annars staðar en á hæfingarstöð. Ég hef sýnt að það er allt hægt ef maður fær stuðning og aðstoð til þess.

2. Hvernig kynntist þú NPA miðstöðinni?

Ég vissi af henni frá stofnun því mamma mín, Gunnhildur Gísladóttir tók þátt í undirbúningi fyrir stofnun. Síðan var ég kosinn í stjórn NPA miðstöðvarinnar.

Lesa >>

NPA breytir miklu í mínu lífi

KDK chili_NPA Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir er viðmælandi vikunnar.

1. Hver er þín reynsla af að lifa með skerðingu og lifa í fatlandi samfélagi?

Mín skerðing kom fram á unglingsárum og í kjölfarið fór ég að mæta ýmsum hindrunum sem snúa að aðgengi. Ég byrjaði í Flensborg en hætti fljótlega af því að það var engin lyfta og ég fór út til Svíþjóðar í lýðháskóla. Þegar ég var ófrísk að syni mínum þá fór ég að nota hjólastól og uppgötvaði hvað aðgengið á kvennadeild Landspítalans var hræðilegt. Þá varð ég bara að pissa heima þar sem salernin voru á stærð við kústaskáp. Ég hafði frétt af öðrum fötluðum konum sem höfðu nýlega eignast barn og þær þurftu að fara heim til sín í bað með ferðaþjónustu fatlaðra af því að það var engin aðgengileg sturtuaðstaða. Mér var mjög misboðið þegar ein ljósmóðir sagði við mig: „ Þetta er eiginlega bara fyrir venjulegar konur.“ Það var kornið sem fyllti mælinn og ég skrifaði blaðagrein til að vekja athygli á þessu misrétti.

Lesa >>

Gaman að vera til

Rúnar Björn 080582 4209 IMG 9388Viðmælandi vikunnar er Rúnar Björn Herrera Þorkelsson

1. Hver er þín reynsla af að lifa með skerðingu og lifa í fatlandi samfélagi?

Síðustu tíu ár hef ég lifað með skerðingu eftir að ég lenti í slysi og lamaðist fyrir neðan axlir. Ég hef upplifað það eins og margir í minni stöðu að vera í eins konar stofufangelsi því það var lítið sem ég gat gert án aðstoðar eða vegna skorts á aðgengi fyrir hjólastóla. Ég eyddi miklum tíma í að horfa á sjónvarpið, spila tölvuleiki og vafra á netinu svo mér leiddist ekki því fátt annað var í boði. Maður dró sig líka í hlé því það var óþægileg tilfinning til lengdar að vera alltaf upp á aðstandendur eða ókunnuga kominn.

2. Hvernig kynntist þú NPA miðstöðinni?

Lesa >>

Raddir okkar allra skipta máli!

EmblaViðmælandi vikunnar er engin önnur en Embla Ágústsdóttir, stjórnarformaður NPA miðstöðvarinnar.

1. Hver er þín reynsla af að lifa með skerðingu og lifa í fatlandi samfélagi?

Ég hef verið með skerðingu frá fæðingu og hef því upplifað fatlandi viðhorf samfélagsins allt mitt líf. Það sem fatlar mig mest í daglegu lífi er þegar fólk hlustar ekki á mig, tala um mig en ekki við mig og gengur út frá því að ég sé í ‘umsjón’ annarra og að líf mitt sé harmleikur.

2. Hvernig kynntist þú NPA miðstöðinni?

Ég áttaði mig á því hvernig NPA gengur fyrir sig þegar ég kynntist Freyju Haraldsdóttur og sá hvernig lífi hún lifði. Það var svo í maí árið 2010 sem Freyja sagði mér að til stæði að stofna samvinnufélag og bauð mér að taka þátt í stofnun og uppbyggingu þess.

Lesa >>

Myndi gjarnan vilja bjóða Stephen Fry í mat

Ragnar GunnarRagnar Gunnar Þórhallsson er viðmælandi okkar í þessari viku.

1. Hver er þín reynsla af að lifa með skerðingu og lifa í fatlandi samfélagi?
Nú hef ég verið hreyfihamlaður í nokkra áratugi. Það er ekki spurning að skortur á aðgengi í samfélaginu hefur haft afgerandi áhrif á allt mitt líf, svo sem val um hvar ég bý, námsmöguleika, atvinnu, ferðalög og hvaða fólki ég hef haft tækifæri á að kynnast á lífsleiðinni. Þó ýmislegt hafi áunnist þá er enn langt í land bæði hvað varðar aðgengi og jafnvel ennþá frekar viðhorf í samfélaginu. Þessi endalausa krafa um að fólk með skerðingar eigi og þurfi að vera hetjur til að hljóta viðurkenningu samfélagsins stendur framþróun fyrir þrifum. Þarna leika fjölmiðlarnir stórt hlutverk, þeir stilla fötluðu fólki upp ýmist sem hetjum eða harmleik; ef þú ert ekki hetja er líf þitt harmleikur. Í raun felur umfjöllun fjölmiðla oft í sér kúgun og niðurlægingu þegar grannt er skoðað.

2. Hvernig kynntist þú NPA miðstöðinni?

Lesa >>

Fleiri greinar...

NPA miðstöðin