Ég vil ráða mínu lífi
Gísli Björnsson er viðmælandi vikunnar.
1. Hver er þín reynsla af að lifa með skerðingu og lifa í fatlandi samfélagi?
Sumt fólk hafði ekki trú á mér og að ég gæti verið í háskóla eða vinna annars staðar en á hæfingarstöð. Ég hef sýnt að það er allt hægt ef maður fær stuðning og aðstoð til þess.
2. Hvernig kynntist þú NPA miðstöðinni?
Ég vissi af henni frá stofnun því mamma mín, Gunnhildur Gísladóttir tók þátt í undirbúningi fyrir stofnun. Síðan var ég kosinn í stjórn NPA miðstöðvarinnar.