Gisli gæsGísli Björnsson er viðmælandi vikunnar.

1. Hver er þín reynsla af að lifa með skerðingu og lifa í fatlandi samfélagi?

Sumt fólk hafði ekki trú á mér og að ég gæti verið í háskóla eða vinna annars staðar en á hæfingarstöð. Ég hef sýnt að það er allt hægt ef maður fær stuðning og aðstoð til þess.

2. Hvernig kynntist þú NPA miðstöðinni?

Ég vissi af henni frá stofnun því mamma mín, Gunnhildur Gísladóttir tók þátt í undirbúningi fyrir stofnun. Síðan var ég kosinn í stjórn NPA miðstöðvarinnar.

3. Hvað varð til þess að þú ákvaðst að sækja um NPA?

Ég vildi eiga mína eigin íbúð, nálægt fjölskyldunni minni. Ég bjó á sambýli í 4 ár og var í dagþjónustu fyrir ungt fatlað fólk en líkaði það ekki. Ég vil ráða mínu lífi og geta gert það sem ég vil gera.

4. Er einhver þáttur sem heillar þig sérstaklega varðandi hugmyndafræðina um Sjálfstætt líf og notendastýrða persónulega aðstoð?

Allt, hún er fyrir alla sama hvernig aðstoð fólk þarf.

5. Ef þú ert með NPA samning, hvernig hefur hann breytt lífi þínu?

Ég ræð hvar ég bý, ég gat farið í háskóla, ég ræð starfsfólkið mitt sjálfur, ég ræð hvar ég vinn. Nú er ég að vinna á kaffihúsinu GÆS í Tjarnargötu sem ég stofnaði með vinum mínum í diplómanáminu í háskólanum. Ég get farið til útlanda með starfsfólkinu mínu og farið á tónleika þegar ég vil.

6. Hvernig gekk að fá samþykktan NPA samning?

Það voru margir fundir og tók langan tíma.

7. Hvað var það í baráttunni fyrir NPA sem veitti þér mestan innblástur og kemur í veg fyrir að þú gefist upp?

Fjölskyldan mín og vinir mínir í NPA miðstöðinni.

8. Af hverju ert þú mest stolt/ur í lífinu?

Kaffihúsinu GÆS.

9. Áttu þér uppáhalds tilvitnun?

Nei.

10. Hvað gerir þú þegar þú ert ekki í vinnu eða skóla?

Gera eitthvað skemmtilegt með fjölskyldunni og vinum mínum. Spila á orgelið mitt, fara á tónleika, leikhús og að skemmta mér.

11. Ef þú mættir bjóða hverjum sem er í matarboð, hverjum myndir þú bjóða?

Selmu vinkonu minni, Oddi bróður mínum, öllum í NPA miðstöðinni og Sniglabandinu til að halda uppi fjörinu. Það yrði skemmtilegt partý ☺