Stofnfundur

Hér má sjá síðuna sem var sett upp fyrir stofnfundinn. Þar er dagskrá fundarins, hverjir voru boðaðir og fleira.

Stofnfundur samvinnufélagsins
NPA miðstöðin svf.


Haldinn á Grand Hótel, Sigtúni 38, Reykjavík, 16. júní 2010, kl. 18:00


Fundarboðandi er NPA vinnuhópurinn

1. desember 2008 var haldinn fjölmennur opinn undirbúningsfundur um stofnun félags um notendastýrða persónulega aðstoð, NPA. Á fundinum var eftirfarandi ályktun samþykkt:

„Fundur, haldinn á Grand hótel 1.desember 2008, samþykkir að hefja undirbúning að stofnun félags sem veita skal fötluðu fólki á Íslandi notendastýrða þjónustu í samræmi við hugmyndafræði Independent Living hreyfingarinnar."

Á ofangreindum fundi var jafnframt kosinn NPA vinnuhópurinn sem vinna skyldi að og undirbúa stofnun félags um NPA, nú nefnt NPA miðstöðin svf, og voru þessi valin: Freyja Haraldsdóttir, Gerður A. Árnadóttir Gunnhildur Gísladóttir, Hallgrímur Eymundsson, Ragnar Gunnar Þórhallsson og Theodór Karlsson. Hópurinn hélt fjölmarga fundi, aflaði sér fræðslu og þekkingar á málefninu, sótti um styrki, undirbjó stofnfundinn o.fl.

 

Á fundinn eru boðaðir

 

Fatlað fólk sem áformar að sækja um og fá beingreiðslur eða hefur slíkar greiðslur nú þegar og vill vera með NPA, notendastýrða persónulega aðstoð. Jafnframt þarf viðkomandi að styðja hugmyndafræðina um Sjálfstætt líf (Independent Living). Ólögráða einstaklingar yngri en 18 ára þurfa að mæta með með forráðamanni, sem hefur þá rétt til að gerast félagsmaður í NPA miðstöðinni svf. Lögráða einstaklingar, sem þurfa talsmann, eru beðnir um að mæta með talsmann eða aðstandanda.

 

Dagskrá

 

1. Fundur settur af fulltrúa NPA vinnuhóps, Hallgrímur Eymundsson, formaður hópsins.
  • Tillaga um fundarstjóra: Ragnar Gunnar Þórhallsson
  • Tillaga um fundarritara: Gunnhildur Gísladóttir

2. Eftirfarandi tillaga um að stofna NPA miðstöðina svf tekin upp til umræðu og síðan atkvæðagreiðslu:

  • Fundur um stofnun samvinnufélags um notendastýrða persónulega aðstoð, nefnt NPA miðstöðin svf, samþykkir hér með að stofna félagið 16. júní 2010, sbr. fyrirliggjandi tillögu að samþykktum félagsins.

3. Þeir fundarmenn sem óska eftir að verða stofnfélagar tilkynna það og skrá sig.

  • Aðeins þessir stofnfélagar taka ákvarðanir og greiða atkvæði vegna dagskrárliða, sem eftir koma á þessum stofnfundi NPA miðstöðvar svf.

4. Tillaga að samþykktum NPA miðstöðvar svf lögð fram til umræðu og síðan atkvæðagreiðslu.

5. Tillaga um aðildargjald félagsmanna, sbr. 6. gr. samþykkta fyrir NPA miðstöðina svf:

  • Aðildargjald, 10.000 kr., skal innheimta hjá stofnfélögum með eindaga 1. september 2010; með beinni millifærslu á bankareikning félagsins eða með gíróseðli.

6. Stjórn NPA miðstöðvarinnar kosin:

  • Kosning formanns til eins árs.
  • Kosning fjögurra stjórnarmanna til eins árs.
  • Kosning þriggja varamanna til eins árs.

7. Kosning endurskoðanda eða endurskoðendafélags:

  • Tillaga: KPMG hf, endurskoðendafélag, Borgartúni 27, Reykjavík.

8. Önnur mál.

9. Í lok fundar verður fundargerð stofnfundar borin upp til samþykktar og hana þarf að undirrita af öllum stofnfélögum á fundinum.

 

Í upphafi fundar kl. 18 verður boðið upp á léttar veitingar.

Á stofnfundinn mæta fulltrúar KPMG hf, endurskoðendafélags.

 

Táknmálstúlkar og rittúlkur verða á svæðinu.

NPA miðstöðin