NPA miðstöðin heimsótti norðurland í síðustu viku. Við byrjuðum á að kynna NPA miðstöðina, hugmyndafræðina um sjálfstætt líf og notendastýrða persónulega aðstoð í Háskólanum á Akureyri fyrir fullum sal af áhugasömu fólki. Við heimsóttum einnig Búsetudeild Akureyrabæjar í sama tilgangi. Í samstarfi við Sjálfsbjörgu á Norðurlandi var skipulögð fræðsla fyrir fatlað fólk og aðstandendur um NPA miðstöðina og hugmyndafræði hennar. Sá fundur heppnaðist afar vel og var ánægjulegt að skynja áhugan og metnaðinn fyrir því að NPA verði að raunverulegum og viðurkenndum valkosti fyrir fatlað fólk á Íslandi, óháð aldri og skerðingu.

NPA miðstöðin hefur einnig tekið þátt í hringferð Öryrkjabandalags Íslands vegna yfirfærslu þjónustu við fatlað fólk sem gengur undir yfirskriftinni „Eru mannréttindi virt?“ Þátttakendur í hringferðinni eru einnig Rannsóknarsetur í fötlunarfræðum og fulltrúar tilvonandi Þjónustu- og þekkingamiðstöðvar Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra. Hópurinn hélt opinn fund á Akureyri, Húsavík og Dalvík 4. og 5. mars.

Við þökkum kærlega fyrir góðar mótttökur og hlökkum til komandi samvinnu!

Embla Ágústsdóttir, varaformaður stjórnar

Freyja Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri