Þann 11. janúar sl. fóru Hallgrímur Eymundsson formaður NPA miðstöðvarinnar og  Ágústa Gunnarsdóttir gjaldkeri í heimsókn til Sjálfsbjargar til að taka við, fyrir hönd miðstöðvarinnar, einnar milljón króna styrk.

Grétar Pétur Geirsson, formaður Sjálfsbjargar, afhenti Hallgrími Eymundssyni staðfestingarskjal og kaffi og snittur voru á borðum. Ágústa tók við kvittuninni fyrir millifærslunni. Á myndinni sjást þau bæði með sitthvort skjalið.

NPA miðstöðin er afar ánægð með styrkinn og hann er gott framlag í fjárfrekt uppbyggingarstarf sem framundan er hjá miðstöðinni.