Í tilefni af alþjóðlegum degi fatlaðs fólks, þann 3. desember sl., lögðu nokkrir félagsmenn NPA miðstöðvarinnar, ásamt stuðningsmönnum, leið sína í Alþingishúsið þar sem þeir afhentu alþingismönnum kröfuyfirlýsingu í 10 liðum.

Yfirlýsinguna má lesa hér.

Helgi Hjörvar alþingismaður tók við yfirlýsingunni fyrir hönd þingmanna.

Við þetta tækifæri sagði Freyja Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri NPA miðstöðvarinnar, nokkur orð og las yfirlýsinguna fyrir viðstadda.

Helgi Hjörvar tók síðan við yfirlýsingunni í 63 eintökum sem hvert um sig var merkt alþingismanni. Hann kvaðst myndu koma skilaboðunum áleiðis og sagðist ætla að vinna að málefnum fatlaðs fólks innan Alþingis eins og hann frekast gæti.

Nokkrir fjölmiðlar voru á staðnum, m.a. fulltrúar Fréttablaðsins, Ríkissjónvarpsins og tímarits Öryrkjabandalags Íslands auk þess sem ljósmyndari NPA miðstöðvarinnar var viðstaddur.

Meðfylgjandi mynd tók Hallgrímur Guðmundsson ljósmyndari NPA miðstöðvarinnar.