Þann 1. desember sl. hóf Freyja Haraldsdóttir störf sem framkvæmdastjóri NPA miðstöðvarinnar svf. Samkvæmt lögum um samvinnufélög geta framkvæmdastjórar þeirra ekki jafnframt átt sæti í stjórn sama félags.

Á stjórnarfundi NPA miðstöðvarinnar svf, þann 29. nóvember sl., sagði Freyja sig úr stjórn miðstöðvarinnar og þar með af sér sem varaformaður. Í framhaldi af því tók Rúnar Björn Þorkelsson varamaður sæti í aðalstjórn.

Á sama stjórnarfundi, þann 29. nóvember, skipti stjórn með sér verkum á ný í ljósi nýrra aðstæðna og var það gert með eftirfarandi hætti:

  1. •Hallgrímur Eymundsson formaður (sérstaklega kjörinn á stofnfundi)

  2. •Embla Ágústsdóttir varaformaður (var áður meðstjórnandi)

  3. •Aldís Sigurðardóttir ritari (óbreytt)

  4. •Ágústa Gunnarsdóttir gjaldkeri (óbreytt)

  5. •Rúnar Björn Þorkelsson meðstjórnandi (nýr inn)

Við þökkum Freyju fyrir störf hennar sem varaformaður NPA miðstöðvarinnar og bjóðum hana velkomna til starfa sem framkvæmdastjóri.

Stjórn NPA miðstöðvarinnar.