NPA miðstöðin og starfsgreinasambandið (SGS) hafa undirritað kjarasamning sem tekur gildi 1. febrúar næstkomandi. Gerð kjarasamningsins er liður í því að búa til ramma utan um störf aðstoðarfólks fatlaðs fólks innan NPA verkefnisins.

Frá undirritun kjarasamningsSamið var um kauptaxta, vaktavinnufyrirkomulag, greiðslur á ferðum og fleira. Þá var ákveðið að halda áfram að ræða hvernig farið yrði með fyrirkomulag hugsanlegra sólarhringsvakta og sofandi vakta. Samningurinn nær til aðstoðarfólks fatlaðs fólks um allt land að undanskildu Flóasvæðinu, þ.e. þess starfsfólks sem er í Eflingu, Hlíf og Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur og nágrennis, en þessi félög undirrituðu kjarasamning fyrir nokkrum mánuðum síðan.

Samningurinn verður kynntur fyrir eigendum sínum á fundum á næstu vikum.