NPA miðstöðin skilaði á dögunum inn umsögn um frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2023. Í umsögninni er reifað hvernig ríkissjóður hefur vanáætlað og vanfjármagnað sinn hluta af NPA og fyrir vikið eru um helmingi færri NPA samningar í gildi í dag en þeir ættu að vera samkvæmt lögum nr. 38/2018.

Í umsögninni er gerð krafa um að ríkissjóður standi við skuldbindingar sínar um fjármögnun NPA samninga fyrir árið 2023. Í það minnsta er gerð krafa um að ríkissjóður bæti inn í fjárlögin viðbótarfjármagni vegna 44 NPA samninga sem eru á biðlista.

Umsögnina má lesa með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan.
https://www.althingi.is/altext/erindi/153/153-34.pdf