Jafningjafræðsla og handverk
Þriðjudagskvöldið 18. október ætlum við að hafa jafningjafræðslu og handverkskvöld í NPA miðstöðinni á milli 20-22.
Félagsfólk, aðstoðarfólk og starfsfólk skrifstofu getur þá komið með sitt handverk, prjóna, útsaum, teiknigræjur, málningapensla eða hvað annað sem fólk hefur áhuga á og við átt notalega stund saman.
Hér er kjörið tækifæri til þess að læra af hvert öðru og miðla reynslu og þekkingu okkar á milli.
Staður: Urðarhvarf 8, A-álma 2. hæð.
Tími: Þriðjudagur, 18. október 2022.
Hvað á að koma með?: ÞIG.
(Það er ekki skylda að koma með handverk)
Félagsfólk, verkstjórnendur og aðstoðarverkstjórnendur eru beðin um að koma skilaboðunum til aðstoðarfólks.
Kaffi og kleinur í boði á staðnum.