Opnunartími NPA miðstöðvarinnar yfir hátíðirnar

Sími NPA miðstöðvarinnar verður opinn virka daga í kringum hátíðirnar, sem hér segir:

  • Þorláksmessa, 23. desember: Opið 10:00-13:00.
  • Annar í jólum, mánud. 26. desember: Lokað.
  • Þriðjudagur, miðviku­dagur og fimmtudagur 27.-29. desember: Opið 10:00-15:00.
  • Föstudagur 30. desember: Opið 10:00-13:00.
  • Mánudagur 2. janúar 2023: Opið 10:00-15:00.
 

Áralöng kyrrstaða á enda - loksins fjölgar NPA samningum!

Þær stórgóðu fréttir bárust nýlega að til stæði að hækka framlög ríkisins til NPA samninga um nær 50% á komandi ári. Þessar jákvæðu breytingar á fjárlagafrumvarpi ársins 2023 eru afrakstur mikillar baráttu af hálfu fatlaðs fólks.

Samkvæmt tilkynningu frá Stjórnarráðinu er gert ráð fyrir allt að 50 nýjum NPA samningum á næsta ári. NPA miðstöðin telur þó rétt að taka þessari tölu um fjölgun samninga með fyrirvara. Ólíklegt þykir, út frá fyrirliggjandi kostnaðargreiningu á NPA samningum sem eru í gildi, að áætlað viðbótarfjármagn dugi fyrir 50 nýjum samningum. Engu að síður, ætti þessi innspýting að stytta biðlista eftir NPA verulega og því ber að fagna þar sem fjöldi samninga hefur nær staðið í stað um talsvert langt skeið.

Lesa >>

Sögulegt samstarf hagsmunafélaga fatlaðs fólks og sveitarfélaga

Hagsmunasamtök fatlaðs fólks og Samband íslenskra sveitarfélaga stóðu einhuga að baki þeirri kröfu að forgangsmál væri að eyða óvissu um áframhaldandi þátttöku ríkisins í fjármögnun NPA þjónustuformsins á næstu árum, á fundi með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og Guðmundi Inga félags- og vinnumarkaðsráðherra, síðastliðinn föstudag.

Skorað var á ráðherrana að beita sér fyrir því að framtíðar-fyrirkomulag NPA verði treyst í sessi, að fjármögnun verði tryggð til þess að fjölga NPA samningum og jafnframt að svartími og bið eftir þjónustuforminu verði í takt við gerðar áætlanir.

Lesa >>

Fleiri greinar...

NPA miðstöðin