Hluti 6: Skyndihjálp

NPA grunnnámskeið NPA miðstöðvarinnar

SKRÁNING: Smellið á þennan hlekk
Fyrirspurnir sendist til This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

V I Ð F A N G S E F N I

Fjögur skref skyndihjálpar

 1. Tryggja öryggi á vettvangi.
 2. Meta ástand slasaðra eða sjúkra.
 3. Sækja hjálp.
 4. Veita skyndihjálp.

Grunnendurlífgun og sjálfvirkt hjartastuð

 • Að athuga viðbrögð.
 • Að opna öndunarveg.
 • Að athuga öndun.
 • Hjartahnoð og blástursaðferð.
 • Sjálfvirkt hjartastuð (AED).
 • Endurlífgunarkeðjan.
 • Hliðarlega og losun aðskotahlutar úr öndunarvegi.

Skyndihjálp

 • Stutt umfjöllun um innvortis- og útvortis blæðingar.
 • Bruni.
 • Höfuðhögg.
 • Brjóstverkur (hjartaáfall).
 • Bráðaofnæmi.
 • Heilablóðfall.

Farið verður yfir viðfangsefni námskeiðsins með það í huga að sá sem fær aðstoð sé fötluð manneskja og noti eftir atvikum ­hjálpartæki, t.d. hjólastól.

M A R K M I Р  N Á M S K E I Ð S

Að þátttakendur öðlist grunnfærni í að beita skyndihjálp og ­endurlífgun í neyðartilvikum.

F Y R I R   H V E R J A ?

NPA miðstöðin hvetur verkstjórnendur til að sækja námkskeiðið, ekki síður en aðstoðarfólk. Það er mikilvægt fyrir verkstjórnendur að þekkja fyrstu skref skyndihjálpar og geta leiðbeint nýju aðstoðarfólki eftir því sem hægt er um skyndihjálp og rétt viðbrögð.

L E I Ð B E I N E N D U R

2022 OlafurIngi crop    2021 IngaDora1 crop                    

1. Ólafur Ingi Grettisson, slökkviðliðs- og sjúkraflutningsmaður (Í-EMT), varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.
2.
 Inga Dóra Glan, NPA ráðgjafi.

NPA miðstöðin