Hluti 5: Líkamsbeiting og hjálpartæki
NPA grunnnámskeið NPA miðstöðvarinnar
SKRÁNING: Smellið á þennan hlekk.
Fyrirspurnir sendist til This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
V I Ð F A N G S E F N I
- Helstu atriði er varða stoðkerfi líkamans, uppbyggingu hryggjar og líkamsstöðu.
- Helstu áhættuþættir fyrir álagseinkennum við vinnu.
- Vinnustöður og líkamsbeiting. Hvað er æskilegt, hvað ekki og af hverju?
- Notkun helstu hjálpartækja.
- Ólíkar þarfir fyrir mismunandi hjálpartæki skoðuð og hvernig skuli sækja um hjálpartæki.
- Samvinna og áhrif vinnuanda í vinnusambandi verkstjórnenda og aðstoðarfólks.
Kennslan verður brotin upp með umræðum um dagleg verkefni þátttakenda eftir þörfum.
M A R K M I Ð N Á M S K E I Ð S
- Að þátttakendur öðlist innsýn í hvernig stoðkerfi líkamans virkar.
- Að þátttakendur fái skilning á mikilvægi æskilegrar líkamsbeitingar.
- Að þátttakendur geti tileinkað sér og leiðbeint öðrum um vinnustöður sem taldar eru æskilegar.
- Að þátttakendur öðlist innsýn í hvernig mismunandi hjálpartæki henta ólíkum einstaklingum og/eða aðstæðum og þekki umsóknarferli um hjálpartæki.
F Y R I R H V E R J A ?
NPA miðstöðin hvetur verkstjórnendur til að sækja námkskeiðið, ekki síður en aðstoðarfólk. Það er mikilvægt fyrir verkstjórnendur að geta leiðbeint nýju aðstoðarfólki um rétta líkamsbeitingu og notkun hjálpartækja, til að stuðla að vellíðan aðstoðarfólks í starfi og bættri aðstoð fyrir verkstjórnendur.
L E I Ð B E I N E N D U R
1. Guðný Jónsdóttir, sérfræðingur í taugasjúkraþjálfun og stöðustjórnun.
2. Inga Dóra Glan, NPA ráðgjafi.