Fréttir

NPA miðstöðin fullgildur meðlimur í ENIL, Evrópusamtökum um sjálfstætt líf

NPA miðstöðin fullgildur meðlimur í ENIL, Evrópusamtökum um sjálfstætt líf

Stjórn Evrópusamtaka um sjálfstætt líf (European Network on Independent Living - ENIL) hefur afgreitt umsókn NPA miðstöðvarinnar um inngöngu í Evrópusamtökin og veitti NPA miðstöðinni fulla aðild að samtökunum.

Þetta eru ánægjufréttir fyrir NPA miðstöðina enda er sjálfstætt líf fatlaðs fólks, sem borgara er njóta skulu mannréttinda og borgaralegra réttinda til jafns við aðra, grundvöllurinn að starfsemi miðstöðvarinnar. Aðild að ENIL og það samstarf við aðrar Evrópuþjóðir, sem hún mun leiða af sér, mun veita NPA miðstöðinni aukinn styrk í baráttunni fyrir réttinum til notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar (NPA) á Íslandi. Ennfremur mun aðild að samtökunum styðja við frekari þróun og uppbyggingu starfs NPA miðstöðvarinnar.

Lesa >>


Stjórn NPA miðstöðvarinnar

Aðalfundur NPA miðstöðvarinnar var haldinn laugardaginn 27. maí síðastliðinn. Stjórn NPA miðstöðvarinnar var kjörin og er sem hér segir:

Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, formaður
Ragnar Gunnar Þórhallsson, aðalstjórn
Hallgrímur Eymundsson, aðalstjórn
Ásdís Jenna Ástud. Ástráðsdóttir, varastjórn
Áslaug Ýr Hjartardóttir, varastjórn
Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir, varastjórn

 

Lesa >>


Aðalfundur NPA miðstöðvarinnar

Aðalfundur NPA miðstöðvarinnar

Aðalfundur NPA miðstöðvarinnar verður haldinn næstkomandi laugardag, þann 27. maí, kl. 17:00-18:30.

Staðsetning
Aðalfundurinn fer fram á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík,herbergi D, 2. hæð. Best er að koma inn í húsið að ofanverðu en þá er gengið beint inn á 2. hæð. Að sjálfsögðu eru þó einnig lyftur í anddyrinu á neðri hæð hússins. 

Kvöldverður í boði NPA miðstöðvarinnar
Að fundi loknum mun NPA miðstöðin bjóða félagsmönnum til kvöldverðar á VOX restaurant sem staðsettur er á neðri hæð hússins.

Lesa >>


Rýmkun á réttindum hreyfihamlaðra vegna bifreiða

Rýmkun á réttindum hreyfihamlaðra vegna bifreiða

Á síðustu mánuðum hafa tekið gildi tvær breytingar á reglugerð um styrki og uppbætur til hreyfihamlaðra einstaklinga vegna bifreiða nr. 170/2009. Annars vegar var gerð reglugerðarbreyting til að auðvelda hreyfihömluðum, sem ekki aka sjálfir, að fá uppbót eða styrk til bifreiðakaupa. Hins vegar var gerð breyting til að mögulegt sé að samnýta bifreiðastyrki/uppbætur til kaupa á einni bifreið ef um tvö eða fleiri hreyfihömluð börn í sömu fjölskyldu er að ræða.

Lesa >>


Lögfesting NPA verði að veruleika

Lögfesting NPA verði að veruleika

Frumvarp velferðarráðherra um þjónustu við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir, þar sem m.a. er kveðið á um lögfestingu NPA (grein 11), var lagt fyrir Alþingi í byrjun apríl 2017.

Frumvarpið fór í gegnum fyrstu umræðu á Alþingi í byrjun maí og var í kjölfarið vísað til velferðarnefndar. Frumvarpið er nú til meðferðar hjá nefndinni og hefur hún veitt frest til 12. maí n.k. til að skila umsögnum um frumvarpið.

Bjartsýni ríkir um að réttur til notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar verði lögfestur á þessu ári og að árið 2018 fjölgi NPA samningum.

Lesa >>Fréttasafn

e-max.it: your social media marketing partner